Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 169
MÚLAÞING
167
Á haustin í sláturtíðinni var fjárbreiðan um allt, bæði fyrir ofan kaup-
staðinn og inn í dal og hlíðar. Þá var fé rekið til slátrunar bæði af Héraði
og víðar að, svo þá var mikill átroðningur. Fé var vaktað, þangað til allt
var búið. Þetta tók stundum langan tíma og stundum tepptust menn með
fjölda hesta, því yfir heiðar var að fara til baka, hausttíð misjöfn, eins og
allir þekkja.
Mér hefur virst, að íslensku sveitaheimilin hafi ekki nú á síðari árum
verið látin njóta sannmælis, þegar mest er gumað af núverandi iðnaðar-
framförum landsmanna. Allt frá landnámstíð fram yfir síðustu aldamót
var á heimilunum unnið því nær allt, sem fólk þarfnaðist til klæða og
skæða og mestur hluti allra amboða, sem heimilin þörfnuðust. Mikið var
unnið úr ullinni á þessum árum, og þá var ekki lítið verk að gera alla skó
og halda þeim við o.s.frv. Sum plögg klakkþæfð eða hnuðluð.
Mér þótti gaman að koma upp á skemmuloftið. Þar hékk harðfiskur,
stór kippa af hertum þorskhausum, silungur og fleira var þarna. Og kist-
ur voru þarna, sem geymt var í mjöl og grjón o.fl., annars var stutt i
kaupstaðinn, svo ekki þurfti að hafa miklar birgðir heima. Það var farið
til grasa upp á Fjarðarheiði, komið með troðna poka, síðan hreinsað og
þurrkað og hengt upp í pokum úti á skemmulofti, grös notuð í mjólk og
grauta og stundum í slátrið á haustin. Mikið þótti gott glóðarbakaða flat-
brauðið. Það var bakað fram í eldhúsi. Oft var þá um leið tekið smjör af
strokknum og smurt vel ofan á flatkökurnar. Það þótti sælgæti. Oftast
voru fjórar kýr í fjósi og svo kálfar, tveir til þrír hestar og reiðhesturinn
hennar mömmu.