Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 170
HERMANN VILHJÁLMSSON
Fyrsti róðurinn
Þessi frásögn fannst í fórum Guðnýjar Vigfúsdóttur. Hún er eftir Hermann mann hennar
og þótti tilhlýðilegt að láta hana fljóta x kjölfari endurminninga Guðnýjar. Hermann var
fæddur 1894.
Það mun hafa verið árið 1910, að ég varð svo frægur að fara minn
fyrsta fiskiróður, þá 15 og hálfs árs gamall, annars vann ég við beitningu
og var fremur lítið þroskaður. Það gerðist nálægt mánaðamótunum maí
ogjúní.
Verð ég nú að víkja lítilsháttar að aðstæðum við útgerðina heima á
Hánefsstöðum hjá foreldrum mínum. Bátamir voru þrír sex smálesta
vélbátar og hétu Valurinn, formaður Guttormur Magnússon, Skúli fó-
geti, formaður Magnús bróðir Guttorms og Hánefur, formaður Egill
bróðir þeirra Guttorms og Magnúsar. Þeir Guttormur og Magnús voru
báðir lengi búnir að vera formenn, fyrst á árabátum og síðan á vélbátum
strax og þeir komu, en þetta var fyrsta formennska Egils.
Allir voru þeir bræður mestu dugnaðar- og ágætismenn, ættaðir af
Suðurlandsundirlendinu.
Þá er þar til að taka sem fyrr var frá horfið.
Ég vann við beitningu þetta sumar eins og undanfarin sumur.
Sjómennirnir á þessum þrem bátum föður míns voru allir af Suður-
landi, nema Ámi bróðir minn, sem var mótoristi á Valnum, eins og þeir
voru kallaðir í þá daga. Vélstjórar voru kallaðir mótoristar.
Mennirnir sem á Hánef voru, voru auk Egils formanns, annar Egill og
var hann Sveinsson og maður sem Árni hét Þórðarson, en fjórða manninn
vantaði af því að mótoristinn sem hafði ráðist var farinn af bátnum af því
að honum tókst ekki að láta vélina ganga. Þó reyndu hinir að róa, því Eg-
ill Sveinsson var lítilsháttar vanur að fást við mótora eða með öðmm orð-
um, gat sett vél í gang ef ekkert var að og þá kunnáttu átti að reyna.