Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 173
HRAFNKELL A. JÓNSSON
,,Þú átt eftir, en ek á ekki eftir.“
íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar með allri sinni upptalningu á fólki
missir stundum málið þegar síst skyldi. Þannig er því varið þegar sagt er
frá móður Þórarins Jónssonar.
I sögunni eru rifjuð upp gömul munnmæli sem virðast eiga sama upp-
runa og sagnir Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar og Haukdælaþáttar af
þeim Þórum eldri og yngri Guðmundsdætrum heimasætum á Þingvöll-
um, enda sagt frá eldri Þóru, en hún var síðari kona Jóns Sigmundssonar
á Valþjófsstöðum.
Sagan segir frá því þegar þau eru að flytja í Svínafell í Öræfum frá
Valþjófsstöðum í Fljótsdal, Þóra Guðmundsdóttir og Jón Sigmundsson,
og Jón snýr hesti sínunt suður á Öxarheiði, horfir yfir Fljótsdalshérað og
segir:1’ “Hér skiljumst ek við Fljótsdalshérað ok á ek nú hér ekki eftir.”
“Þá svarar Þóra kona hans: “Þú átt eftir en ek á ekki eftir.” Þetta spá-
mæli birtist á þann hátt at nokkrum vetrum síðar var sveinn sá kenndur
Jóni í Fljótsdalshéraði, er Þórarinn hét.” Af þessu hafa flestir talið ör-
uggt að Þórarinn hafi verið launsonur Jóns Sigmundssonar.
Þegar þessi sögn er skoðuð þá ber hún þess öll merki að vera af sama
toga og sagnirnar um þær Þingvallasystur, Þóru eldri og yngri, dætur
Guðmundar allsherjargoða Ámundasonar í Haukdælaþætti. Dr. Einar
Arnórsson krufði þessar sagnir til mergjar í Sögu I. bindi 2. hefti og
kemst þar að þeirri niðurstöðu, að a.m.k. hluti arfsagnarinnar,2’”virðist
samkvæmt því sem nú hefur verið rakið, vera hrein markleysa.”
" Sturlunga saga JJ/MF/KE 1946. Bls.239.
21 Saga I.b.2.h. Hjúskapur Þorvalds Gissurarsonar og Jóru Klængsdóttur. Einar Arnórs-
son, bls.189.