Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 174
172
MULAÞING
Ég tel sagnir Sturlungu og ættartalna um móðerni Þórarins Jónssonar
vera sama marki brenndar.
Svínfellingasaga getur þess ekki að Þórarinn hafi verið laungetinn, af
sögunni má allt eins ráða að hann hafi verið albróðir Brands biskups.
Svínfellingasaga kynnir þá bræður, Brand og Þórarin, með þessum
hætti.3) 4 ,,Hans [þ.e. Brands biskups Jónssonar] móðir var Halldóra Arn-
órsdóttir, en móðir Halldóru var Guðrún, dóttir Brands biskups Sæ-
mundssonar. Ormur Jónsson réð fyrir á bæ þeim er að Svínafelli heitir.
Hann var goðorðsmaður þar um Síðuna. Hann átti Álfheiði Njálsdóttur
úr Skógum. Synir hans voru þeir Sæmundur og Guðmundur. Þeir voru
bræður Orms, Brandur, er síðan var biskup að Hólum og Þórarinn faðir
þeirra Þorvarðs og Odds. Systur þeirra voru þær Steinunn og Sólveig.
Þau voru fimm systkin.”
í viðaukum við Melabók, handriti merktu AM 162 fol., sem er ættar-
töluhandrit fornt og rekur m.a. ættir biskupa, þar segir:41 "Brandur bisk-
up Jónsson var bróðir Þórarins, föður þeirra Þorvarðar og Odds. Þor-
steinn var sonur Brands biskups, er átti Jófríði.” Síðar í sama handriti er
rakin ætt frá Sigmundi Þorgilssyni, þar segir: “Þeirra son var Jón er fyrr
átti Þóru dóttur Guðmundar gríss. Þeirra börn voru þau Ormur Svínfell-
ingur og Sólveig og Steinunn. Jón átti síðar Halldóru Amórsdóttur.
Þeirra son var Brandur biskup að Hólum“. Seinni tilvitnunin gæti styrkt
sögn Sturlungu, þar sem Þórarins er ekki getið sem sonar Halldóru. Á
það ber þó að líta að handritið er að rekja ættir biskupa.
Ég tel alveg ótvírætt að Þórarinn hafi verið sonur Halldóru Arnórsdótt-
ur. Sterkustu rökin fyrir því eru að áður en Arnór Tumason fór til Nor-
egs sumarið 1221, þá fór hann austur á land og sótti þangað Þórarin
Jónsson tæplega tvítugan til að vera fyrir ríki í Skagafirði. íslendinga-
saga segir frá þessu á þennan hátt:51 ”Arnór Tumason skipaði mannafor-
ráð sitt í Skagafirði Þórarni, syni Jóns Sigmundssonar. Hann var settur
niður á Víðimýri og skyldi gæta héraðs fyrir mönnum Guðmundar bisk-
ups, ef þeir kæmu til.”
Þessi ráðstöfun hefði verið óhugsandi ef Þórarinn hefði ekki verið Ás-
birningur.
3) Sturl. Svínfellingasaga bls.87.
4) Landnámabók Islands. Einar Amórsson bjó til prentunar. Helgafell 1948. Bls.306 og
307.
5> Sturl.I.b. Islendingasaga, bls.286.