Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 178
176
MÚLAÞING
fræðilegar einingar, þótt á miðri 13. öld hafi þau líkst meira hreppum
eða sýslum heldur en var í upphafi,13’ sjá þó Goðorð og goðorðsmenn.
Þá var búseta goðanna í goðorði ekki skilyrði, þótt oftar en ekki hafi
goði haft aðalbúsetu í goðorði.
Goðorð Hofverja í Vopnafirði.
l4lBroddi Þórisson dó um 1130. Líklega barnlaus, nánasti ættingi hans
var þá líklega Gróa Gissurardóttir kona Ketils biskups Þorsteinssonar á
Hólum. Gróa var hálfsystir Brodda, dóttir Steinunnar Þorgrímsdóttur
sem áður hafði verið gift Þóri Skegg-Broddasyni. Seinni maður Stein-
unnar og faðir Gróu var Gissur biskup Isleifsson. Bræður Gróu voru allir
nema Böðvar dánir á undan föður þeirra, Gissuri biskupi sem dó 1118.
Hungurvaka segir frá því að Gissur ísleifsson hafi búið á Hofi í
Vopnafirði líklega þar til hann varð biskup í Skálholti.
I5II þætti af Gísl Illugasyni kemur fram að Teitur sonur Gissurar bisk-
ups var talsmaður Islendinga úti í Noregi í kringum árið 1100, þá gæti
Teitur verið á fertugsaldri og meiri líkur frekar en minni að hann sé um
það leyti giftur og eigi börn.
I lok 12. aldar býr á Hofi í Vopnafirði Teitur Oddsson, hann á fyrir
börn, Gróu, Ragnfríði, Sörla og Odd.
Goðorð Krossvíkinga.
16)í Skarðsárbók kemur fram að Bjarni húslangur Skegg-Broddason átti
Krossavík og goðorðið. Þegar hann drukknaði erfði Broddi Þórisson
goðorðið. Allar líkur benda til þess að Vopnafjarðargoðorðin hafi fylgst
að um hendur Teits Oddssonar til Þorvarðar Þórarinssonar.
Ég tel mestar líkur á að Teitur Gissurarson biskups ísleifssonar hafi
eignast þessi goðorð. Tímans vegna gæd Oddur Gissurarson hafa verið
tengdasonur Teits Gissurarsonar.
Oddur átti auk Teits fyrir börn Arnbjörgu sem giftist Sigmundi Orms-
syni á Valþjófsstöðum í Fljótsdal og Margréti sem átti Þórð Laufæsing
Þórarinsson, og að minni hyggju var sonur þeirra Þorvarður í Saurbæ í
Eyjafirði og dóttir Ingibjörg kona Einars klerks Ásbjarnarsonar á Einars-
stöðum í Reykjadal. Dóttir Einars og Ingibjargar var Gró kona Þorvarðar
l3> Goðorð og goðorðsmenn, Lúðvfk Ingvarsson I.b. bls.67.
'4’ Byskupa sögur, íslendingasagnaútgáfan. Hungurvaka bls.8.
131 íslendingasagnaútgáfan, II bindi Gísls þáttur Illugasonar bls.377-390.
fslensk fornrit. Hið íslenska fornritafélag XI b. Viðaukar úr Skarðsbók. Bls.350.