Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 181
MÚLAÞING
179
með því að móðir hans Þorgerður silfra hafi verið seinni kona Þóris
Hrafnkelssonar. Vopnfirðingasaga telur Þorgerði dóttur Þorvalds háva,
hann þekkist ekki annars staðar að. Sagan segir að hún hafi verið ekkja
og búið í Fljótsdal, þar sem nú heitir að Þorgerðarstöðum21).
Mér kemur í hug að Þorgerður silfra hafi verið dóttir Þorvalds hol-
barka sem Landnáma getur um og var sonur Ásvarar Herjólfsdóttur
bróður- og stjúpdóttur Brynjólfs gamla og bjó á Ketilsstöðum á Völlum.
Fljótsdæla, sem er ekki gott heimildarrit, segir frá kvonfangi Þóris
Hrafnkelssonar á þessa leið:22)”Þorgerður hét kona. Hún bjó í Fljótsdal
austur. Hún var ekkja af hinum bestu ættum og hafði þá fé lítið. Þar bjó
hún sem nú heitir á Þorgerðarstöðum. Frændur Þóris vildu að hann stað-
festi ráð sitt og fengi sér forystu, og fýstu að hann bæði Þorgerðar,
sögðu forgang góðan í því ráði. Þórir fékk þessarar konu.”
Þess má geta, að í elsta varðveitta máldaga Valþjófsstaðakirkju frá
1397, að þá eru Þorgerðarstaðir komnir í eigu kirkjunnar.23’
Goðorðið sem Sörli fór með gæti hafa verið goðorðið sem niðjar
Brynjólfs gamla réðu yfir. Órækju Hólmsteinssonar getur að vísu á
sáttafundi suður á Berunesi og með þeim hætti að skrásetjari sögu Þor-
steins Síðu-Hallssonar telur hann auðljóslega í röð fyrirmanna.24)
Goðorð Fljótsdœla.
Enn nota ég nafngiftir Lúðvíks Ingvarssonar, en er þó ekki sannfærður
um að hann geti rétt til. Hann telur að Finnur lögsögumaður Hallsson
hafi farið með goðorðið og má það rétt vera.25)
Ég tel að Finnur hafi ekki verið sonur Halls Órækjusonar eins og Lúð-
vík og fleiri fræðimenn álíta, heldur hafi Hallur faðir hans, sem hvergi er
feðraður, en var sonur Ingileifar systur Kolskeggs fróða Ásbjarnarson-
ar26), verið sonur Arnórs Arngeirssonar27' og hafi þeir verið bræður, Hall-
ur og Ásbjörn forfaðir Ásbiminga.
Synir Finns lögsögumanns hafa að minni hyggju verið auk Þórhalls,
sem var tengdasonur Þorgils Oddasonar og Sturlu saga segir að hafi búið
211 íslensk fomrit Xl.b. Vopnfirðingasaga bls. 36.
22> íslensk fornrit Xl.b. Fljótsdælasaga bls. 215.
231 ísl. fombr. IV.b. bls. 209.
24> íslensk fornrit XI.b. Þorsteins saga Síðu-Hallssonar bls. 313.
25) Goðorð og goðorðsmenn Il.b. bls. 63.
261 íslensk fornrit XXXIV.b. Landnámabók bls. 298.
27) Sturl. I.b. Ættartölur, bls. 53 og 56.