Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 184
GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON
FRÁ ÞVOTTÁ
Eiríks þáttur
Eiríkur hét maður, kallaður Hólmfríðarson, en sagt var hér af gömlu
fólki, að hann hefði verið Sigurðsson talinn. Fylgdi þeirri ættfærslu, að
hann hefði verið hálfbróðir Níelsar pósts, en Sigurður sá, er móðir hans
kenndi hann, hefði synjað fyrir faðemið. Hvort það hefur verið gert
með eiði er mér ókunnugt. En nú er ekki svo, að hægt sé að færa hann
til réttrar móðurættar heldur, en fullvíst mun það að hann hafi Austfirð-
ingur verið. f Ættum Austfirðinga er hans ekki getið, en gamalt fólk hér
sagði að hann mundi hafa komið hingað suður með Stefáni Hjörleifs-
syni, er fluttist í Starmýri að austan, en það er ég hræddur um að sé bara
tilgáta, en hjá Stefáni var hann á Starmýri og kallaði hann fóstra sinn.
Það sagði Kristín Jónsdóttir frá Hnaukum, sem var nákunnug, að hissa
hefði hún verið á því, að hann Eiríkur hefði kallað hann Stefán fóstra
sinn jafngamall og hann, sem hann hefði verið er hann kom til hans.
Annað sem mér finnst benda til þess, að hann hafi ekki lent ungur á
heimilið á Snotrunesi, er það, að á þessum dreng hafði Guðmundur
bróðir Stefáns hina mestu ótrú og fann honum margt til, sem miður var,
en það hefði hann tæplega gert ef hann hefði alist upp á þeirra heimili
þar í eystra. Aftur á móti var hann í miklu afhaldi hjá Stefáni, enda var
Stefán barnlaus en ól upp bróðurdóttur sína, Björgu.
Ég hef reynt að leita mér upplýsinga um uppruna Eiriks, en enga lausn
fengið. Ég skrifaði Benedikt frá Hofteigi, en hann er sem kunnugt er
manna fróðastur um ættir Austfirðinga, en svar Benedikts var á þá leið,
að Eirrks þessa hefði hann aldrei heyrt getið, en segir að hafi hann verið
bróðir Níelsar, þá hafi faðir hans verið Sigurður Steingrímsson, góður
bóndi í Fellum, en móðir hafi þá hlotið að vera Hólmfríður Einarsdóttir
frá Hrafnsgerði í Fellum, sem síðar var lengi húsfreyja í Krosslandi í
Lóni gift Jóni Grímssyni frá Seljalandi í Fljótshverfi. Jón var af Héraði