Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 187
SKÚLI Á.S. GUÐMUNDSSON
Um tíðarfar og fénaðarhöld.
Eftirfarandi grein er sótt í Heiðina - Jökuldalsheiðina og geymir tjáningu bóndans í Sæ-
nautaseli, Guðmundar Guðmundssonar er þar bjó 1907 - 1942. Skáletraði kaflinn lýsir
viðhorfi Skúla Guðmundssonar frá Sænautaseli til ferðasögu Halldórs Laxness, þeirrar
sem skráð er í bókinni Dagleið á fjöllum. - Skammdegisnótt í Jökuldalsheiðinni kallast
pistillinn og hefst á bls. 14 í heildarútgáfu Laxnessbóka.
Halldór gisti hríðartepptur í Sænautaseli á vetrarferðalagi norður yfir Heiðina á þriðja
áratugnum, líklega skömmu fyrir 1927, en þá virðist ferðasagan skrifuð. Bærinn er að vísu
ekki tilgreindur og engin nöfn á fólki, en almenningur hefur rekið frásögnina niður í Sæ-
nautaseli. Ymislegt var um þessa frásögn ritað og sýndist sitt hverjum. - Á.H.
Um heimshornaflakkara. Forspjall.
Það mun láta að líkum að bœndur þeir sem bjuggu í Jökuldalsheiðinni
eins og bœndur annars staðar á landinu, muni jafnan hafa skeggrœtt um
tíðarfarið og fénaðarhöldin er þeir hittust. Einnig eru til heimildir um
að þeir muni jafnvel hafa leitað tíðinda varðandi þetta áhugamál sitt, ef
svo bar við að til þeirra komu menn lengra að, og jafhvel frá fjarlægari
löndum. Hins vegar er það öldungis óljóst hvort svoleiðis ferðagarpar
hafi haft svör á reiðum höndum varðandi afkomu bœnda í öðrum heims-
hlutum. Trúlega mun þeim hafa verið ýmislegt annað hugstœðara heldur
en hvort einhverjir bændur skrimtu á kotum sínum þar eða hér.
Undantekning mun þó e.t.v. hafa verið á þessu, og hugsanlega munu
ýmsir hafa haft áhuga á basli þessara manna - a.m.k. ef þeir eygðu
möguleika á að notfæra sér nægjusemi þeirra sjálfum sér til frægðar og
framdráttar.
Einnig eru til heimildir um að bœndur muni ekki yfirleitt hafa haft
mikið vit á pólitík - að áliti heimshornaflakkara - og mun það hafa verið
alveg þýðingarlaust að ræða hana mikið við þá, enda náði heimsmenn-
ingin vart til þeirra, svo að varla var hægt að œtlast til að þeir vœru við-
ræðuhœfir á því sviði. Einnig er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem
forfrömuðust erlendis, og það jafnvel meðal kaþólskra, og einnig þeir
sem aldrei höfðu þurft að hafa áhyggjur af morgundeginum - geti skilið