Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 188
186
MULAÞING
eða sett sig svo gjörla inn í hugsanagang manna sem alla tíð höfðu orð-
ið að hugsa um framgang skepna sinna kannske fyrst ogfremst, því ekki
var hœgt að búast við farsœlli afkomu nema átferði vœri sæmilega hag-
stœtt. Ef til vill gæti afrakstur af búinu þá orðið þolanlegur. Mun þessi
von bænda um sœmilegt tíðarfar oft hafa dregið hálft hlass, þegar um
var að ræða að haldast við bú, enda var þá ekki um auðugan garð að
gresja í atvinnulífi þjóðarinnar.
Mun nú best vera að hœtta frekari vangaveltum um sportmenn og taka
svolítið til meðferðar áhugamálin bændanna.
Um búskaparskilyrði.
Hæð Jökuldalsheiðarinnar yfir sjó er mikil ef miðað er við möguleika
til almenns búskapar. Eru flest vötnin og flóarnir í meira en 500 m hæð,
og geta má þess að allir bæir sem voru í suðurhluta Heiðarinnar og um
miðbikið voru í meira en 525 m hæð nema Ármótasel, en það er í um
500 m. Eru þarna langhæstu býlin sem byggð hafa verið á landinu.
Bæir í norðurheiðinni voru nokkru lægri, s.s. Háreksstaðir 482 m,
Gestreiðarstaðir og Lindasel í um 500 m, en Fagrakinn í 420 m, og er
það lægsta og nyrsta býlið í Heiðinni. Geta má þess til samanburðar að
Möðrudalur er í um 469 m og Grímsstaða- og Hólsfjallabæirnir munu
vera töluvert lægri.
Þegar hæð þessara býla er höfð í huga, þá dylst það víst engum sem
þekkingu hafa á ræktun að ekki gat orðið um túnrækt að ræða í Heiðinni
svo nokkru næmi, eða yfirhöfuð jarðvinnslu af nokkru tæi, a.m.k. ekki
svo teljandi væri. Að sjálfsögðu skiptust á skin og skúrir í búskapnum í
Heiðinni eins og annarsstaðar þar sem búskapur var stundaður. Bændur
urðu, öllu öðru fremur, að treysta á gott árferði, eða kannski öllu heldur
að það yrði ekki mjög erfitt. Litlir möguleikar voru á að bæta sér upp
kalt vor, nema ef svo vel vildi til að haustið yrði gott og vetur seint á
ferðinni. En ef saman fór kalt vor og sumar og slæmt haust, þá var oft
erfitt að láta hey endast veturinn, og stundum eina bjargræðið að reka til
beitar til Dalsins. Ekki munu þó Heiðarbúar almennt hafa þurft að reka
fé sitt á aðrar sveitir oftar en þeir sem annars staðar bjuggu, t.d. Útsveit-
armenn.
Tíðarfar.
Fyrsta haustið sem faðir minn bjó á Seli - 1907, lagðist vetur að með
miklum snjó áður en bændur voru almennt búnir að reka sláturfé í kaup-