Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 189
MÚLAÞING
187
stað. Var þá rekið til Vopnafjarðar eins og tíðkast hafði frá öndverðu.
Vegalengdin út á Tanga frá Rangárlóni er um 60 km, en einnig ráku
bændur af Efra-Jökuldal fé sitt þessa leið, og er leiðin frá Brú og út á
Tanga milli 80 og 90 km. Það mun mega telja fulla þriggja daga ferð
með rekstur að haustlagi. Oft hefur það verið erfitt ferðalag bæði mönn-
um og skepnum í rysjóttu tíðarfari seint um haust og í byrjun vetrar.
Alltaf var skást að fara melöldur og aðra hryggi þegar snjór var kominn
ájörð.
Næsti harðindavetur, sem var veturinn 1909-10, byrjaði snemma og
endaði seint með stórhríð 8. til 10. maí um vorið. Urðu þá fjárskaðar
víða á Dal. Einnig eyðilögðust tvær brýr undan snjóþunga, á Þverá á
Efra-Dal og á Gilsá. Þeirri þriðju, á Laxá hjá Fossvöllum í Jökulsárhlíð,
tókst að bjarga með snjómokstri, og er fróðleg frásögn af því í 7. hefti
Múlaþings bls. 46-48, eftir Aðalstein á Vaðbrekku.
Oft mun þó tíðarfarið hafa verið skárra, og einstök góð ár og snjólitlir
vetur munu hafa komið næstu árin, en um það hefur mér ekki tekist að
finna sérstakar heimildir. Sumarið 1926 mun hafa verið erfitt til heyöfl-
unar víða, og heyin sem náðust voru hrakin og illa verkuð. Einnig var
veturinn erfiður framan af, en skánaði er lengra leið á árið 1927.
Frá 1929 og fram til 1940 hefur mér tekist að fá nokkrar heimildir, þar
sem eru bréf frá föður mínum til Péturs sonar hans í Reykjavík, og eru
þau skrifuð á tímabilinu 1930 til 1942. Einnig eru til nokkur bréf annarra
heiðarbúa til Péturs.
1929: Tíð var góð sumarið 1929, og urðu hey allvel verkuð og í góðu
meðallagi að magni til. Um fyrstu göngur versnaði þó tíðarfarið allmik-
ið, og var það stirt upp frá því alveg fram á vetur. Algerlega var orðið
jarðlaust í jólaföstubyrjun (30. nóv.), og varð veturinn í heild afar harð-
ur, mikill snjór og algerlega jarðlaust um heiðina og víðast á Efra-Dal.
Fljótt mun hafa gengið á hin góðu hey frá sumrinu í þessu tíðarfari. Lítið
mun ástandið hafa verið skárra í inndölum Vopnafjarðar, því að á
Brunahvammi kom fé á gjöf strax um veturnætur. Um jólaleytið gerði
suðaustan krapaveður, og var það eitt hið versta sem kom um veturinn.
Stóð það í nokkra daga, en síðan frysti og svell lögðust yfir þar sem áður
hafði verið nokkur beit. “Ég hefi aldrei lifað annan eins harðindavetur,”
skrifar faðir minn í bréfi frá 14/5 1930. “Ég býst ekki við að heiðin renni
fyrr en 10 vikur eru af sumri”.
En mitt í þessum harðindum reyndu menn samt að gera sér glaðan dag
með nágrönnum sínum og hinn 1. des. 1929 var haldin samkoma á Ei-