Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 190
188
MÚLAÞING
ríksstöðum. Var þar ýmislegt til skemmtunar, og var það allt sett upp af
fólki úr sveitinni. Leikið var stykki úr Pilti og stúlku og síðan var upp-
lestur og söngur. Einnig var bögglauppboð, og uppboðshaldarinn var
Björgvin frá Grunnavatni. Hafði hann límt á sig gerviskegg og var á
diplómat, var hlegið dátt, og buðu menn óspart í. Sigfús á Skjöldólfs-
stöðum var skrifarinn og var hann einnig með gerviskegg. Attu þeir fé-
lagar að tákna Ara sýslumann og Blandon á Seyðisfirði.
Bœrinn í Sœnautaseli var endurbyggður sumarið 1992. Nú er hann nákvœmlega
eins og þegar Guðmundur Guðmundsson bjó þar 1907 - 1943, enfyrst byggðist
Selið 1843 og þá varð gamli bœrinn til að því að talið er. Rústir voru
greiniiegar og enn á góðum aldri menn sem ólust upp í bænum og muna
húsaskipun, einnig til Ijósmyndir. Að endurbyggingunni unnu margir
Jökuldœlingar, en Auðun Einarsson sá um tréverk allt og Sveinn Einarsson um
hleðslur veggja. - Jónas Jóhannsson tók þessa vetrarmynd 1992-93.
1930-31. Úr bréfi frá G.G. 10. nóv. 1931: Veturinn 1930-31 var all-
harður, en batnaði þó um sumarmál, og kom þá jörð fyrir fé. Heiðin rann
7-8 vikur af sumri, en hlákur voru þó engar að telja verður, bara sólbráð
að deginum. Vorið var því kalt og gróður lítill þar til í 13. viku að brá til
hlýrra veðurfars. Heyskapur hófst svo í 15. viku [27. júl. - 2. ágúst], og
voru engjar þá orðnar góðar, og heyjuðu menn allvel um sumarið sem
var gott sem eftir var. Ég heyjaði allvel, og vorum við tvö við heyskap,
og fengum við 150 hesta. Þá var silungsveiði allgóð í sumar.
Haustið var gott, og nú, (10. nóv. ‘31) eru vötn frosin en lítill snjór,
svona föl á jörðu, sporrækt.