Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 197
MULAÞING
195
báðar leiðir. Ég spurði Kristínu fóstru mína, hver litli maðurinn skeggj-
aði hefði verið. “Það var hann Sigfús í Víðidal, sem þú hefur alltaf verið
að spyrja um,” svaraði hún. Ég sagði: “Nú, ég hélt hann væri miklu
stærri af því hann er svo duglegur að hlaupa.” Þá svaraði Kristín:
“Margur er knár, þótt hann sé smár.”
Þeir feðgar fluttu úr Víðidal til Bragðavalla í Hamarsfirði kuldavorið
1897. Þá var fé þeirra umhirðulaust í Kollumúla um vorið vegna annrík-
is við búferlaflutningana. Um sauðburðinn gerði mikið áfelli og misstu
þeir feðgar þá bæði lömb og fullorðið fé með ýmsu móti. Innlegg þeirra
var því lítið um haustið. Kom það sér illa, því bærinn var í niðurníðslu.
íbúðarhúsið hriplak í miklum rigningum og var nauðsynlegt að lappa
upp á það til bráðabirgða. En Jón var lengi hugkvæmur. í fjalli fyrir ofan
bæinn var mikið af leðju, er kallast smiðjumór og harðnar sem steypa
við þurrk. Jóni datt í hug að nota smiðjumóinn til einhvers gagns, pældi
torfdrasli ofan af þekjunni á húsinu, flutti heim marga hestburði af
smiðjumó, smurði þykku lagi á súðina, lét hann þoma og harðna vel og
tyrfði svo yfir.
Á þessum árum var oft gestkvæmt á Bragðavöllum. Hamarsá var ó-
brúuð og stundum slæmur farartálmi. Gistu því margir ferðamenn þar.
Fyrsta veturinn voru eitt sinn næturgestir á Bragðavöllum, sátu í bað-
stofunni og ræddu við þá feðga. Varð gestunum litið upp í baðstofuloftið
og segir þá einn þeirra við Jón: “Hvarf lekinn við að þú smurðir
smiðjumónum á þakið?” Jón svaraði: “Já, það er ekkert svipað, því nú
kriktir aðeins inn í mikilli rigningu.” (kriktir þýðir lekur). Sigfús hafði
setið þegjandi og hlustað á samræðurnar en nú varð hann órólegur og
sagði við Jón son sinn: “Þú varst ekki heima í miklu rigningunni í
haust.” Jón sagði: “Krikti þá mikið inn?” Sigfús svaraði: “Það krikti
ekki, það rann, það fossaði”. “Og hvað varð af öllu þessu vatni?” spurði
Jón. “Það hvarf niður um gólfið,” svaraði Sigfús.
Þau Sigfús og Ragnhildur undu ekki fyrst í stað á Bragðavöllum,
a.m.k. ekki Ragnhildur. Þau fóru þá að Veturhúsum í Hamarsdal og
bjuggu þar við mikla fátækt í tvö ár. Veturhús eru mjög afskekkt býli
inni á Hamarsdal. Að tveimur árum liðnum fluttust þau aftur í Bragða-
velli og voru þar hjá Jóni syni sínum til æviloka. Jón bjó þar uns hann
lést árið 1951.
Sögur þær sem nú verða sagðar eru aðeins sýnishorn af þeim fjölda,
sem Sigfús skemmti fólki með á ferðum sínum um nálægar sveitir. Stytti
hann mörgum skammdegisstundimar með sögum sínum.