Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 197

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 197
MULAÞING 195 báðar leiðir. Ég spurði Kristínu fóstru mína, hver litli maðurinn skeggj- aði hefði verið. “Það var hann Sigfús í Víðidal, sem þú hefur alltaf verið að spyrja um,” svaraði hún. Ég sagði: “Nú, ég hélt hann væri miklu stærri af því hann er svo duglegur að hlaupa.” Þá svaraði Kristín: “Margur er knár, þótt hann sé smár.” Þeir feðgar fluttu úr Víðidal til Bragðavalla í Hamarsfirði kuldavorið 1897. Þá var fé þeirra umhirðulaust í Kollumúla um vorið vegna annrík- is við búferlaflutningana. Um sauðburðinn gerði mikið áfelli og misstu þeir feðgar þá bæði lömb og fullorðið fé með ýmsu móti. Innlegg þeirra var því lítið um haustið. Kom það sér illa, því bærinn var í niðurníðslu. íbúðarhúsið hriplak í miklum rigningum og var nauðsynlegt að lappa upp á það til bráðabirgða. En Jón var lengi hugkvæmur. í fjalli fyrir ofan bæinn var mikið af leðju, er kallast smiðjumór og harðnar sem steypa við þurrk. Jóni datt í hug að nota smiðjumóinn til einhvers gagns, pældi torfdrasli ofan af þekjunni á húsinu, flutti heim marga hestburði af smiðjumó, smurði þykku lagi á súðina, lét hann þoma og harðna vel og tyrfði svo yfir. Á þessum árum var oft gestkvæmt á Bragðavöllum. Hamarsá var ó- brúuð og stundum slæmur farartálmi. Gistu því margir ferðamenn þar. Fyrsta veturinn voru eitt sinn næturgestir á Bragðavöllum, sátu í bað- stofunni og ræddu við þá feðga. Varð gestunum litið upp í baðstofuloftið og segir þá einn þeirra við Jón: “Hvarf lekinn við að þú smurðir smiðjumónum á þakið?” Jón svaraði: “Já, það er ekkert svipað, því nú kriktir aðeins inn í mikilli rigningu.” (kriktir þýðir lekur). Sigfús hafði setið þegjandi og hlustað á samræðurnar en nú varð hann órólegur og sagði við Jón son sinn: “Þú varst ekki heima í miklu rigningunni í haust.” Jón sagði: “Krikti þá mikið inn?” Sigfús svaraði: “Það krikti ekki, það rann, það fossaði”. “Og hvað varð af öllu þessu vatni?” spurði Jón. “Það hvarf niður um gólfið,” svaraði Sigfús. Þau Sigfús og Ragnhildur undu ekki fyrst í stað á Bragðavöllum, a.m.k. ekki Ragnhildur. Þau fóru þá að Veturhúsum í Hamarsdal og bjuggu þar við mikla fátækt í tvö ár. Veturhús eru mjög afskekkt býli inni á Hamarsdal. Að tveimur árum liðnum fluttust þau aftur í Bragða- velli og voru þar hjá Jóni syni sínum til æviloka. Jón bjó þar uns hann lést árið 1951. Sögur þær sem nú verða sagðar eru aðeins sýnishorn af þeim fjölda, sem Sigfús skemmti fólki með á ferðum sínum um nálægar sveitir. Stytti hann mörgum skammdegisstundimar með sögum sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.