Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 200
FRÁSÖGN RAGNARS PÉTURSSONAR, RANNVEIGARSTÖÐUM f
ÁLFTAFIRÐI, 8. JÚNÍ 1993
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON FRÁ MÚLA SKRÁÐI
Ferðasaga frá 1915.
Vorið 1915 missti faðir minn, Pétur Pétursson, bóndi á Rannveigar-
stöðum í Álftafirði, nokkuð af ám úr plágu, sem lagðist á fé hans. Hann
sendi mig um haustið til Fljótsdals til fjárkaupa.
Um vorið 1915 fermdist ég, og var því 14 ára gamall.
Faðir minn var Fljótsdælingur, fæddur að Bessastöðum 1868. Hann
var því vel kunnugur í Fljótsdal og átti þar margt skyldmenna. Kona
hans og móðir mín var Ragnhildur Eiríksdóttir frá Ámanesi í Austur-
Skaftafellssýslu. Við vorum 1915 átta systkinin en urðum alls ellefu. Ég
var elstur þeirra.
Ég lagði af stað í ferðina þriðjudaginn 14. september með Kristjáni
Jónssyni landpósti frá Eskifirði. Ég hafði til ferðarinnar brúnskjótta
hryssu, sem Brúnskjóna hét og tík sem kölluð var Stássa. Fyrstu nóttina
gistum við á Djúpavogi. Þetta sumar var Hamarsá brúuð. Brúin er milli
kletta milli bæjanna Bragðavalla og Hamars. Þessi brú er aflögð en
stendur ennþá.
Á Djúpavogi fékk ég fyrir föður minn 300 krónur í peningum til fjár-
kaupa hjá Elísi Jónssyni verslunarstjóra við Framtíðarverslunina á
Djúpavogi og 85 krónur fyrir mig. Frá Djúpavogi fórum við á miðviku-
degi um Berufjarðarskarð í Höskuldsstaði í Breiðdal.
Þangað komum við eftirmiðdaginn. Þar var unnið af kappi við hey-
hirðingu til kvölds, hjá Einari bónda Gunnlaugssyni. Við Kristján hjálp-
uðum til við hirðinguna. Kona Einars var Margrét Jónsdóttir prests á
Klyppsstað í Loðmundarfirði Jónssonar. Sonur þeirra Stefán, síðar pró-
fessor í Baltimore í Ameríku, var þá heima og vann við hirðinguna.
Hann var 4 árum eldri en ég.