Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 201
MULAÞING
199
Frá Höskuldsstöðum fórum við um Breiðdalsheiði að Arnhólsstöðum í
Skriðdal. Þar gistum við hjá Hákoni Finnssyni, ættuðum úr Rangárvalla-
sýslu og konu hans, Ingiríði Guðmundsdóttur úr Vestur-Skaftafellssýslu.
Þau bjuggu síðar að Borgum í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
Þaðan fórum við á föstudegi í Egilsstaði og gistum þar hjá Jóni bónda
Bergssyni og konu hans, Margréti Pétursdóttur. Þar mættust póstarnir,
Kristján og Eðvald Eyjólfsson norðanpóstur.
A Egilsstöðum var ég samnátta Methúsalem Kjerúlf á Hrafnkelsstöð-
um í Fljótsdal. Ég samdi við hann um kaup á einni á fyrir mig. Hún
kostaði 20 krónur. Hann taldi meðalverð á fullorðinni kind 20 krónur og
á lambi 7 krónur.
A laugardag fór ég með Eðvald pósti í Eiða og heimsótti Jörgen Þor-
steinsson frá Geithellum. Hann var vinnumaður þar. Við vorum syst-
kinasynir, Sveinbjörg móðir hans var systir pabba. Ég var um nóttina á
Eiðum. Daginn eftir, sem var sunnudagur, fylgdi Jörgen mér inn að Lag-
arfljótsbrú. Þar skildum við, hann fór aftur út í Eiða en ég fór upp í Fell
og náði um kvöldið að Hofi og gisti þar.
Ég var einn á ferð upp Fell og öllu ókunnugur og hafði ekki farið um
Hérað áður. Á Hofi bjuggu tveir bræður í sambýli, Björn og Gunnar
Jónssynir frá Hofi. Kona Björns var Ingibjörg Árnadóttir frá Finnsstöð-
um í Eiðaþinghá. Kona Gunnars var Steinunn systir Ingibjargar.
Morguninn eftir, á mánudag 20. september, fór ég upp í Fljótsdal að
Brekkugerði. Þar bjó Margrét Sveinsdóttir ekkja eftir Jón Þorsteinsson
bónda í Brekkugerði. Hún var föðursystir pabba. Hún tók vel á móti
mér. Þar var ég um kyrrt á þriðjudag og gisti þar í tvær nætur. Hún leit
eftir fötum mínum og bætti um, það sem henni þótti ábótavant.
Bændur smöluðu heiðina á mánudag og þriðjudag og svo var rekið í
Melarétt á miðvikudag og þangað fór ég með Margréti. í réttinni var
rúmlega 30 þúsund fjár. Þar hafði ég upp á Sigurði Þorsteinssyni í Víði-
vallagerði frænda mínum. Ég var með bréf til hans frá pabba, þar sem
hann lýsti fyrir honum ástæðum sínum og bað hann um að vera mér
hjálplegur við útvegun á ám og lömbum, sem hann gerði og sá um kaup
á kindunum. Fullorðnar kindur fékk hann flestar á 10 krónur eða hálf-
virði. Sumir gáfu honum kind og þeir bræður, Methúsalem á Hrafnkels-
stöðum og Eiríkur í Hamborg, gáfu honum sína ána hvor og var forustu-
ær frá Eiríki svarthnýflótt. Hún auðveldaði mér reksturinn suður í Álfta-
fjörð. Þannig var um fleiri bæði skylda og óskylda, að þeir gáfu eftir
hálft verð og sumir allt. Fullorðnu kindurnar voru flestar veturgamlar.