Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 204
SIGMUNDUR M. LONG
Frá Seyðisfirði til Ameríku
Þessi frásögn er sótt í dagbækur Sigraundar Longs sem ég skrifaði úrdrátt úr fyrir réttum
aldarfjórðungi. Þennan þátt skrifaði ég orði til orðs, en ekki fullkomlega stafrétt. Lét þó
stafsetningu höf. njóta sín þar sem mér þótti við eiga.
Sigmundur hafði lengi vel andúð á Ameríkuferðum, en svo fór þó að þangað fór hann -
nauðugur undir niðri vegna sveitarskuldar. Hann missti hús sitt í snjóflóðið 1885 og mátti
þola annars konar mótlæti með þeim afleiðingum að sveitarstjóm setti honum tvo kosti: að
ráðast í vinnumennsku eða hverfa vestur. Hann valdi síðari kostinn, varð einn af þeim sem
sveitarstjómir neyddu til að hverfa til Vesturheims. - Á.H.
7. júlí 1889: Suðvestan sama veður [og í gær, heiðrrkt og sólskin]. Kom
vesturfaraskipið Magnetice í morgun frá Reykjavík með nærri 300 hesta. Eg
kveð kunningjana, fer út á Öldu, borga farbréf fyrir mig og Fríðu [stálpuð
dóttir höf.] 225 krónur, fer um borð og líklega nálægt 90 vesturfarar. Túlkur
vor á að vera Pétur Erlindsson frá Hól við Eskifjörð, en aðalagentinn, Sigfús
Eymundsson, á að taka á móti okkur í Leith. Skipið fer af stað kl. 1 í nótt.
8. júlí: ANA þykkur í lofti með nokkurn vind og töluverðan stórsjó. Við
Fríða og margt af fólkinu meira og minna sjóveikt, því auk sjóarins var
rúmið í skipinu bæði lítið og mjög loftslæmt með fleiri ónotum.
9. júlí: ANA hægt veður og sléttur sjór að kalla. Flestir minna sjóveikir,
og er eg og margir fleiri albata að kalla. Við sáum Færeyjar kl. 3 í nótt, en
einum tíma seinna komum við næst eyjunum og sigldum með þeim um 5
tíma.
10. júlí: SA hægt veður, en þykkur í lofti með þoku í kring. Við fórum
meðfram Orkneyjum og Skotlandi, og var þar margt nýtt að sjá fyrir íslend-
inga.
11. júlí: ASA hægt veður en þykkur í lofti og þokufullur með rigningu
framan af. Við komum til Leith kringum kl. 4 í nótt, var þá farið að taka
saman varnað sinn. Svo kom fregn að Sigfús væri þar og fóru menn á fund
hans, en hann var þá ekki úr rekkju risinn, en lofaði að koma. En litlu síðar
heyrum við að hann sé kominn til Glasgow, en sendi okkur mann er skyldi
sjá um okkur þangað. Tók hann við öllum dönskum peningum er við höfð-
um, og áttum við að fá enska mynt í Glasgow. Þegar komið var nærri há-
degi komu tollþjónamir og gjörðu lítilsháttar rannsókn hjá okkur, og fannst