Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 205
MÚLAÞING
203
ekkert enda var lítið eftir leitað. Svo var farangur tekinn af skipi og settur á
vagna, en fólkið gekk frá borði og upp í bæ og þar á vagna og fórum af stað
kringum 4,15, en komum til Glasgow kl. nærri 6,15. Var það hörð ferð
gegnum skóga og akra og á fleiri stöðum undir jörðinni. Þar kom maður á
móti okkur, er var nefndur mestir Buddin og sagður norskur. Hann teymdi
okkur langa leið uns við komum í James Watt Street og hittum þar Sigfús í
svip á hótelli, enda sáum við hann ekki framar, en þar vórum við um nótt-
ina.
12. júlí: VSV hægt og blítt veður, sá til sólar ýmist en allt fullt af reyk og
gufu. Við fórum með mestir Buddin af veitingahúsinu kl. 8 f.m. og gengum
afarlangan veg gegnum borgina, og vóru sumir orðnir uppgefnir. Seinast
komum við á skipið er við eigum að fara með til Ameríku. Það heitir Si-
berieml) og er afar stórt. Það fór úr stað úr bænum kringum kl. 12 og út á
móts við Grenwikk. Þar tók það kol og fór svo um kl. 12 um kvöldið. Marg-
ir enskir vesturfarar eru með skipinu og máske af fleiri þjóðum.
13. júlí: V blíðviðri, blikaður í lofti en þó sólskin ýmist, einkum framan
af. Siberiem heldur á Atlantshafið og land hverfur kl. 3 e.m.
14. júlí: NV þykkur í lofti með töluverðum stormi og sjógangi, einkum er
áleið. Haldið áfram, margir fundu til sjóveiki og sumir eru enda fárveikir af
henni og fleiru.
15. júlí: V gott veður, sólskin lengstaf og hægur vindur. Haldið áfram
ferðinni í V eða SV og svo hefur það verið til þessa, en frá Islandi til Leith
var stefnan í A eða SA. Við sáum 2 dampskip í morgun, menn skárri af sjó-
veikinni, þó margir veikir enn. í flóanum milli Orkneyja og Skotlands og
meðfram því sáum við þann aragrúa af fiskiskipum og smádömpum að ef-
laust hefur verið svo þúsundum skipti. Um daginn er við ætluðum að taka
peningana okkar í Glasgow, þá fengurn við það svar að við gætum ekki
fengið þá fyrr en í Qvebekk [Quebec] og kemur sumum það illa.
16. júlí: ASA gott veður, blikaður í lofti og besti byr svo þeir höfðu segl
uppi á dampinum með gufunni og gekk það vel. Flestir að hressast, spilað á
hljóðfæri uppá hádekki af einhverjum útlendingi. Eg byrja bréf til Vigfúsar í
Seli. Síberian mun vera nær 80 faðma milli stefna en Magnetice kringum 40
faðma.
17. júlí: AN A þykkur í lofti og þokufullur, einkum með kveldinu, en held-
ur góður byr og smásævi. I kveld byrjaði dampurinn að pípa nær hvfldar-
laust. Flestir að hressast. Fólkið allt bólusett og gefið attesti á ensku.
18. júlí: SV þykkur í lofti og þokufullur, en hún þó ekki dimm, en stormur
1) Skrifað stundum Siberiem. stundum Siberien.