Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 206
204
MULAÞING
töluverður beint á móti skipinu og það því fremur ganglítið. En nú eru flest-
ir allvel hressir nema fáir aðeins, enda má svo heita að viðurgjörningurinn
sé ágætur þó allir geri sér það ekki að góðu, sem ekki er við að búast þar
sem svo margir eru.
19. júlí: V hægviðri og sléttur sjór, heiðríkt en skellti yfir þoku á milli.
Snemma í morgun (kl. 5 1/2) sáust 2 hafísjakar, en litlu síðar kom þoka og
þá stoppaði maskínan. Birti eftir litla stund og þá haldið áfram. Sáust jakar á
stangli og um hádegisbil land til hægri handar. Það er Newfoundland, og
vóru þar smáfannir að sjá og lækir er til sjávar runnu, en litla byggð nema
vita og 1 hús og nokkra báta á landi og á siglingu og línubauur sem við fór-
um hjá. Kringum kl. 5 e.m. skellti yfir svarta þoku, og stansaði þá skipið og
lá kyrrt það sem eftir var dags. - Hér með skipinu eru 4 Fransmenn. Þeir eru
með 2 birni, annan mórauðan að lit, stóran, en hinn er yngri, grámórauður. í
dag vóru þeir með þá á dekki og létu þá sýna listir fyrir fólkinu, dansa á aft-
urfótunum, stinga sér kúsa og ganga við staf, rétt eins og ferðamaður. Mikið
eru þeir liðugir, en sýnast þó klunnalegir og mjög grimmir. Hringur gengur
gegnum miðsnesið, sem taugin er fest við, er temjarinn heldur í, og svo er
járn og leðurumgjörð um trýnið svo þeir geta ekki bitið mann. Nokkrir,
helst af heldra fólkinu, fleygði pensum í húfu eins Fransmannsins, enda var
það vel maklegt. - Fólkið skrifaði undir vitnisburð Robert Hamiltons yfir-
manns við matarúthlutunina og fl. og svo aðalumsjónarmannsins á skipinu.
20. júlí: SV hægt og gott veður, en svarta þoka framanaf, bjart að kalla er
á leið. Dampurinn lá kyrr þar til kl. 3 e.m., lönd á bæði borð, Labrador og
Newfoundland. Eg skrifa [sendibréf] á 1 1/2 örk fyrir Einar skóara.
21. júlí: SA hægðveður, þykkur í lofti og mikil rigning framanaf, en stytti
upp og varð þurrt er áleið. Við höldum áfram ferðinni. Eg byrja framhald af
bréfi til M. m. m. [Magnúsar (Einarssonar) mágs síns].
22. júlí: SV blíðviðri, haldið áfram ferðinni.
23. júlí: Hægt veður og hlýtt, en komu helliskúrir með þrumum. Lent við
Qvebekk í nótt, farið á fætur kl. 4 og allt flutt á land með flughasti. Komum
í Emigrantahúsið, fengum þar peningana, þá er býttað var og keyptum þar
kost til landleiðarinnar. Farangnum hlaðið á vagna og haldið af stað kl. 4
e.m.
24. júlí: Gott og hægt veður, haldið áfram nótt með degi.
25. júlí: Sama veður, við héldum áfram með litlum viðstöðum.
26. júlí: Sama veður. Við komum til Winnepeg kl. 12 í kvöld. Eg finn
minn góða bróður Bergsvein í Emigrantahúsinu (og marga fleiri landa), fer
með honurn heim til hans í Young Street no. 27, þar nótt.