Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Qupperneq 12
Einar J. Long
Við afhjúpun legsteins í kirkjugarðinum á
Hallormsstað 15. júlí 2000
Við erum hér saman komin til að minn-
ast Einars J. Long og vera viðstödd er af-
hjúpaður verður legsteinn á gröf hans. Einar
fæddist á Hólum í Norðfirði, fyrsta barn
Jóns Matthíassonar vinnumanns þar með
Pálínu Sveinsdóttur, bóndadóttur á Hólum.
Þau Jón og Pálína voru fædd 1849 og því
aðeins tvítug að aldri er þau eignuðust Einar
14. október 1869, en ári áður hafði Jón
eignast dóttur, Jónínu Sigurbjörgu, með
Guðfinnu Sigfúsdóttur frá Fannardal. Föð-
urafi Einars, Matthías, var fæddur á Utstekk
við Reyðarfjörð 1813, sonur Ríkharðs Long
hins enska, ættföður Longanna hérlendis.
Ríkharð var fæddur á Skaftáreldaárinu
1783 í bænum Howden á norðurbakka
Humberfljóts um það bil miðja vega milli
borganna Hull og Leeds. Barnungur réðist
hann léttadrengur á kaupskip sem var í
förum milli Hull og Hamborgar. Kaupskip-
ið varð fyrir árás franskra sjóræningja sem
tóku Ríkharð með sér. Nokkru seinna fórst
skip sjóræningjanna við vesturströnd Jót-
lands og þar komst Ríkharð í fóstur héraðs-
fógetans í Lemvig, Hans Lindahl, sem hafði
komið við sögu íslands á árunum 1785-90,
var meðal annars um tíma settur landfógeti.
Lindahl þekkti vel til íslandskaupmanna og
átti það þátt í því að Ríkharð hélt til íslands
einhverntíma á tímabilinu 1802-1805 sem
skrifstofumaður í þjónustu Georg Andreas
Kyhn kaupmanns, er hafði fengið úthlutað
Reyðarfjarðarverslun 1781.
Ríkharð tók brátt að auka kyn sitt, eign-
aðist á árunum 1806-1815 ekki færri en sjö
börn með tveimur konum, Kristínu Þórar-
insdóttur og Þórunni Þorleifsdóttur. María
Elísabet, ættmóðir Beck-anna og Matthías
afi Einars voru meðal bama Ríkharðs og
Þórunnar. Ríkharð var því langafi Einars.
Móðir Jóns Matthíassonar, föðuramma
Einars, var Jófríður Jónsdóttir ættuð úr
Fljótsdal. Hún eignaðist með Matthíasi
Ríkharðssyni níu börn, elst þeirra var Sig-
mundur sem meðal annars er þekktur af
dagbókum sínum. - „Sigmundur föður-
bróðir minn“ sagði Einar Long ætíð er Sig-
mund bar á góma. Ég held Einar hafi dáð
hann öðrum frændum sínum fremur. Önnur
systkini þeirra Sigmundar og Jóns Matthí-
assona voru Þórarinn, Kristján, Guðlaug,
Jóhann, Sölvi, Bergsveinn og Jónas. Þess
utan átti Matthías fjögur böm með þremur
öðrum konum: Björgu og Steinunni með
Sólveigu Jónsdóttur, Matthías með Sesselju
Einarsdóttur og Kristen með Kristbjörgu
Magnúsdóttur. Bætti Matthías þannig mikl-
um efnivið í Long-ætt. Hér á meðal okkar
eru auk afkomenda Jóns Matthíassonar á
Hólum fólk sem á ætt að rekja til systkina
hans Jóhanns, Guðlaugar og Matthíasar.
En víkjum nú aðeins sögunni til hjóna-
leysanna á Hólum, Jóns og Pálínu. Eftir að
hafa eignast tvo syni, Einar og Guðmund,
gengu þau í hjónaband 1872. Bæði höfðu
þau fengið góðan vitnisburð við fermingu.
Við nafn Jóns stendur: „Les, kann og skilur
dável, siðsamur“ og Pálína: „Les og kann
prýðilega allt kverið, skikkanleg“. A Hólum
hófu þau búskap við lítil efni í skjóli for-
10