Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 143
Sigurður Óskar Pálsson
Einn atburður, tvær
frásagnir
Frásagnirnar á opnunni hér á eftir
birtust á sínum tíma í Sunnudagsblaði
Tímans, frásögn Guðmundar Þor-
steinssonar í 4. árgangi bls. 794 en Andrés-
ar Bjömssonar í 7. árg. bls. 926.
Ekki fer milli mála að í frásögnum þess-
um greinir frá sama atburðinum þótt þær séu
ósamhljóða um margt. Andrés á Nesi hafði
alla burði til þess að segja rétt frá og skal hér
sitthvað fram talið þessu til stuðnings.
Hann er kominn hátt á tvítugsaldur
þegar atburðurinn verður, fæddur 10. sept-
ember 1893. Skammt er milli býlanna
[Snotruness og Geitavíkur] og samgangur
mikill. í Geitavík bjuggu þá og lengi síðan
föðurbróðir sögumanns, Andrés Jónsson frá
Bóndastöðum í Hjaltastaðarþinghá, svo og
bróðir hans, Jón Björnsson frá Snotrunesi.
Ekki þarf að efa að úr því Geitvíkingar voru
að heyskap hafa Snotrunesmenn verið það
líka og ekki sakar þess að geta að gerla sést
frá bæ og af túni á Snotrunesi til manna-
ferða inni á Selaþúfu og þó enn gerr af
Snotrunesengjum, þeim sem liggja að landi
Geitavíkur.
Sóknarmannatal Desjarmýrarsóknar
styður hér einnig að með því að Jakob Sig-
Geitavíkurtangi þaðan sem að skotið var.
urðsson frá Unaósi er heimilisfastur í Geita-
vík fardagaárið 1911 til 1912 en ábúandi
þar 1912 til 1913. Hér má og geta þess að
tveir þeirra manna sem Andrés nefnir til
sögunnar voru mágar hans. Jakob kvæntur
Þuríði Björnsdóttur frá Snotrunesi en Helgi
Björnsson átti Hólmfríði systur hennar.
Þurfti því Andrés ekki um langvegu sögn að
sækja auk þess sem hann sjálfur sá og
heyrði af atburði þessum.
Guðmundur Þorsteinsson, fæddur 18.
apríl 1901, er eins og sjá má á bamsaldri
þegar atburðurinn verður. Foreldrar hans
voru hjónin Rannveig skáldkona Sigfús-
dóttir frá Skjögrastöðum í Skógum og Þor-
steinn Eiríksson frá Kleif í Fljótsdal, en þau
áttu heima í Bakkagerðisþorpi frá því fast
upp úr aldamótum og fram um miðjan
áratug 20. aldar. Að því er greinir í bók
hans Horfnir starfshœttir, er út kom 1975,
hafði hann fardagaárið 1910-1911 verið
smali en síðar vikapiltur á Hreimsstöðum í
Hjaltastaðarþinghá og segir svo í kafla er
nefnist „Smalakjör fyrir 60 árum“:
„Snemma í maí (þ.e. 1911) fór ég svo aftur
til foreldra minna og var að mestu hjá þeim
það ár.“
Um sendiförina til Seyðisfjarðar veit ég
ekki til að verið hafi getið um nema hér og
141