Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 51
Kolanám í Jökulbotnum
Reyðarfjörður. Ljósm.; Vilberg Guðnason. Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
Rætt var um tilboð Jóns C. Arnesen um
að taka við umboði frá landeigendum til að
koma fram samningi fyrir þeirra hönd eða
samningi er ræði um hann sem námuhafa,
og var samþykkt að sinna heldur hinu
síðarnefnda.
Urn stærð námusvæðisins var samþykkt
að leigja spilduna frá Holtastaðaá inn í
Alfhóla en ekki gert þó að ágreiningsatriði
þó samningsaðili hafi og fari fram á að fá
námusvæði út fyrir nefnda á. Námasvæðið
takmarkast að neðan af Jökulbotnabrún.
Einnig er í ráði að veita samningshafa
einkaerfðafesturétt á áðurnefndu námu-
svæði.
Samningur þessi nái aðeins til kola-
námureksturs, öll önnur efni sem kunna að
finnast á nefndu svæði og hæf kunna að
þykja til verksmiðju- eða námureksturs, eru
undanskilin. Sömuleiðis er samþykkt að
leigjandi hafi ótakmarkaðan rétt til að
leggja (gera) vegi þar sem með þarf, þannig
að hann geti hindrunarlaust flutt kolin til
sjávar.
Leigjanda veitist einnig réttur til að
byggja öll þau hús er nauðsynleg eru fyrir
námureksturinn á svæðinu sem leigt er.
Verði skemmdir á landinu (landspjöll) af
námurekstrinum á einhvern hátt, greiði
námuhafi þær að fullu eftir mati dóm-
kvaddra manna, ef ekki semst um bæturnar
á annan hátt.
Niður við sjó skal leigjanda heimilt land
fyrir kolaupplag. Landeigendum greiði
leigjandi 20 aura fyrir hvert tonn af kolum
sem unnin eru úr námunni.
Hefji námuhafi ekki rekstur á áður-
greindri námu fyrir lok septembermánaðar
1917, undir stjórn sérfræðings, er samn-
ingur þessi úr gildi fallinn. Sama gildir ef
tvö ár eða fleiri líða án þess að náman sé
rekin. Landeigendur áskilja sér rétt til að
vinna í námunni þar til rekstur hennar er
hafinn af leigjanda.
Undir þetta rita allir fundarmenn eigin
hendi: Jón S. Bjömsson, Guðmundur Guð-
jónsson, Kristinn Beck, Hallgrímur Bóas-
son, Guðni Jónsson, Kristján Eyjólfsson.
49