Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 118
Múlaþing
Njálsbrenna hafi gerst; elstu annálar telja
að bruninn hafi átt sér stað árið 1010. En
löng og ítarleg lýsing á þessum hryllilega
atburði er að verulegu leyti hreinn skáld-
skapur, og sama máli gegnir um ýmsa aðra
spretti í íslendingasögum sem skráðir eru
af frábærri snilld.3 Vitneskju um brennuna
og aðra raunverulega atburði mun höf-
undur Njálu hafa þegið úr skráðum sögum
og af vörum fróðra manna, en fjölmörg
atriði í frásögn hans af brennu og brennu-
mönnum draga dám af bókum og bera vitni
um þann víðáttumikla hugmyndaheim
lærðra Islendinga á þrettándu öld sem var
rammur hluti af menningu þjóðarinnar um
þær mundir.
Þótt víg smalamanns, ósigur goðans á
alþingi, féránsdómur, hrakning frá Aðal-
bóli, nýr frami austur í Fljótsdal, víg
Eyvindar og endurheimt ríkis í Hrafnkels-
dal séu atburðir sem varða íslenska fortíð,
þá úir og grúir í Hrafnkels sögu af hug-
myndum sem stafa frá höfundi sjálfum og
voru ekki hluti af þeim munnmælum og
arfsögnum um forna atburði sem honum
voru tiltækar. Hrafnkels saga er svo þrung-
in af visku um mannleg vandamál að það
nær engri átt að skera hana niður við sama
trog og einfaldar hetjusögur, svo sem gert
hefur verið.4 Höfundur hennar hefur verið
hugsandi maður sem lét sér ekki nægja að
lýsa því sem gengið hafði heldur vildi hann
gefa í skyn sundurleitar merkingar atburða,
enda gerðu spekingar sér grein fyrir því að
athafnir manna, rétt eins og töluð orð, geta
verið tvíræðar og jafnvel fjölræðar; ‘því að
allt orkar tvímælis þá er gert er’, segir í
Njálu (226). Töfrar Hrafnkels sögu stafa að
verulegu leyti frá frjóvum og fjölbreyttum
hugmyndum sem örðugt er að átta sig á til
hlítar nema stuðst sé við útlend lærdómsrit.
í þvílíku skyni reynist Alexanders saga
öruggur leiðarvísir.
Eitt af hlutverkum hinna vandaðri fom-
sagna var að fræða njótendur þeirra um
mannlegt eðli; frásögn Hrafnkels sögu af
atburðum tíundu aldar hefur að þessu leyti
almennt gildi. Það má teljast aðall margra
góðverka á sviði bókmennta að þau era
ekki einskorðuð við tiltekið fólk sem var
uppi á tilteknum tíma og á tilteknum stað,
heldur fela þau einnig í sér sígildan fróðleik
um vandamál mannlegs lífs. Þorkell
Þjóstarsson er helsti formælandi húman-
ismans í Hrafnkels sögu; ég kannast ekki
við neina aðra persónu í Islendinga sögum
sem gegnir slíku hlutverki jafn eftirminni-
lega og hann, einkum í viðræðu við Þorgeir
bróður sinn á alþingi. Þó sýnir Þorkell af
sér rnikla hörku þegar hann hvetur Sám að
láta taka Hrafnkel af lífi.
Nú er þess skylt að minnast að fomir
atburðir munu hafa varðveist langtum betur
í munnmælum en tildrög þeirra eða or-
sakir.5 Þótt Njálsbrenna sé raunverulegur
atburður er ærið vafasamt að leggja trúnað
á þá skýringu Njálu að hefndarþorsti Hildi-
gunnar hafi hrundið slrkum ógnum úr stað.
3Á hinn bóginn skal þess snögglega minnst að sagnaritarinn Sturla Þórðarson (1214-84) átti það til að beita listrænni
tækni í lýsingum á raunverulegum atburðum sem hann þekkti af eigin raun. Sjá grein mína ‘A Örlygsstöðum. Um eðli
íslendinga sögu.’ Saga. Tímarit Sögufélags XXXIX (2001), bls. 169-206.
^Staðhæfing Sigurðar Nordals í þessu sambandi ‘Sóminn var samkvæmt lífsskoðun hetjualdarinnar mælikvarði
manngildisins’ kemur ákvörðun Hrafnkels næsta lítið við. Hugsjónir þær um mannleg örlög sem Brynhildi Buðludóttur
eru eignaðar í Völsunga sögu teljast merkilegt fyrirbæri í fomum letrum, en þær eiga ekki heima í Hrafnkels sögu.
Tilraun Sigurðar í þá átt að túlka söguna rétt eins og hún væri dæmisaga um örlög er harla fjarstæðukennd. Og ærið
vafasamt er það mat Sigurðar að dráp Einars væri ‘skásta úrræði’ Hrafnkels eins og sakir stóðu.
^Sjá ritkom mitt Oral Tradition and Saga Writing (Wien 1999), bls. 134-36.
116