Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 33
Einar J. Long Halldór Stefánsson fv. alþingismaður skrifaði þetta um Einar 19391 Einar Jónsson Long á Hallormsstað er maður orðheppinn, einkum í bundnu máli, og talandi skáld (improvisator). Til dærnis um það má segja eftirfarandi atvik: Síðan Hallormsstaðaskóli fór að veita móttöku sumargestum hafa þar tíðum verið allstórir hópar ferðamanna. - Eitt sinn bar Einar þar að sem maður honum ókunnur var í sinn hóp að hallmæla Tryggva Þórhallssyni (politiskt). Einari þótti freklega mælt og ómaklega og segir stundarhátt, svo að allir viðstaddir heyrðu: „Veit maðurinn nokkuð hvað hann er að segja?“ - Hinn var fljótur til svars og segir: „Það er auðheyrt á hvaða nautshala hann hangir karlinn sá arna.“ - Einar svarar um hæl: „Það er þá ekki ólíkt ákomið með okkur að því leyti, en að öðru leyti er ólíkt ákomið: Eg er fyrir mína og mig - og mínum er hægt að trúa, - en þú ert fyrir þína og þig - og þínir allir ljúga.“ 1 Þessa frásögn sendi Halldór Einari til yfirlestrar með bréfi dags. 16. september 1939. Löngu síðar vitnaði hann til hins sama í eftirmælum um Einar. Þórhallur Guttormsson: Brot úr minningargrein eftir lát Einars 1957 Eg, sem þessi minningarorð rita, átti því láni að fagna að vera samvistum við Einar flest bemsku- og æskuár mín, þar sem hann var tíðast á heimili föður míns og ól önn fyrir okkur systkinunum með því hugarfari sem góðum mönnum einum er gefið. Ég hef aldrei þekkl mann, sem slíkt yndi hafði af börnum og hann. Kom sá eiginleiki hans fram í stakri umhyggju og viðleitni til að fræða og skemmta. Einar var harla vel að sér í íslenzkum sögnum og kunni kynstrin öll af kvæðum og sögum. Bar þar hæst frásagnir af karlmennskumönnum, sem hann hafði ýmist sjálfur kynnzt eða hafa spumir af og lesið um. Hann bar mikla virðingu fyrir og tók ástfóstri við hetju- og manngildishugsjón Islendingasagna. Var hann því hetjudýrkandi, sem mat menn eftir því hvernig þeir stóðust prófraunir hins daglega lífs. Sjálfur komst hann ósjaldan í hann krappan og kunni frá mörgum svaðilförum að segja, sem hann hafði ratað í, ýmist í blindbyl á Fjarðarheiði, þegar hann var í kaupstaðarferð, eða í öðrum ferðum á fjallvegum og í byggðum austanlands. Einar var hið mesta karlmenni að burðum og hörku, og mun það sannmæli að hann hafi dugað öðrum mönnum betur, þegar á bátinn gaf. Mörgum fannst sjálfhælnis- keimur af frásögnum hans. Sjálfur kvaðst hann vilja segja það, sem hann vissi réttast, og væri það ekki hól að viðurkenna þá eiginleika, sem manni væru áskapaðir... Það er litlum vafa undirorpið, að Einar Long hefur verið það, sem kallað er „á rangri hillu“ í lífinu. Hann bjó yfir þeim hæfileikum, sem hefðu áreiðanlega enst honum til námsframa og æðri menntunar. Hann var prýðilegur skrifari, skar vel út og síðast en ekki sízt hafði hann stálminni. Auk þessa var hann vel skáldmæltur, en flíkaði því ógjarna, og ekki fékkst hann til að birta ljóð sín í ljóðasafni austfirzkra skálda, sem komu út fyrir nokkrum árum. Sjálfur var hann sér þess vel meðvitandi, að hlutskipti hans hefði betur orðið annað, og þeinr kostum urðu margir að sæta á Islandi á þeim dögum, að una við löngunina eina til náms. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.