Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 84

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 84
Múlaþing sloppið? Því verður aldrei svarað. Svo var eg heldur ekki einn um upplýsingarnar til herstjórnarinnar. Hún hefði fengið þær samt þó að eg hefði ekki sagt frá kafbátnum. Svo sem áður er getið virtust þeir kafbátsmenn ekki vera þama í firðinum í vígahug því að hæglega gátu þeir sökkt varðskipinu, hefði þeim þótt það einhvers virði. En það gerðu þeir ekki. Erindi þeirra mun hafa verið annað svo sem að framan getur. Þess má geta að ljósmerki frá flotaforingjunum á Vestdalseyri til varðskipsins mun hafa vakið athygli kafbátsmanna og þeir ef til vill skilið þau og þá umsvifalaust farið í kaf. Vel gat verið að þeir hafi verið búnir að koma í fjörðinn áður og verið þar vel kunnugir. Næsta dag komu tveir sjóliðsforingjar út á Eyrar. Mér stefnt til fundar við þá í Sjó- lyst. Höfðu þeir með sér bók með myndum af kafbátum í, líklega öllum gerðum þeirra sem þá voru í gangi. Myndimar voru fjöl- margar. Eg fletti bókinni þrisvar áður en eg benti á þá mynd sem mér fannst líkust kaf- bátnum sem eg sá kvöldið áður. En sá var tilgangur hershöfðingjanna að komast að því hvaða tegund kafbáts þarna hefði verið á ferðinni. Þeir hurfu síðan á braut og þökkuðu upplýsingarnar. í Sjólyst var breskur liðsforingi sem Sanders hét eins og áður er getið um. Við vorum orðnir allvel kunnugir. Eg spurði Sanders nokkrum sinnum þessarar spurn- ingar: „Sökktu þeir kafbátnum?“ Aldrei vildi hann svara spumingu minni, sagðist ekki mega það. Eg spurði hann þá hvort hann vissi hvað margir menn mundu vera á slíkum kafbáti. Hann sagðist hafa heyrt her- foringjana minnast á þessa tegund kafbáta, sem eg benti á, þegar þeir fengu sér tesopa þarna í varðstöðinni. Töldu þeir að áhöfnin gæti verið um 90 manns. Þegar Sanders yfirgaf varðstöðina í Sjólyst spurði eg hann í síðasta sinn hvort hann vissi um afdrif kafbátsins2, hvort honum hafi verið grandað? Hann sagði ekki orð en kinkaði kolli, hneigði höfuðið ofurlítið og tók eg það sem já við spurningu minni. Um '/2 mánuði eftir að Sanders fór, en þá voru um 6 vikur liðnar frá sprengjunóttinni, var mér gert boð um að mæta til viðtals í síma. Var það símstöðvarstjórinn, Þorsteinn Gíslason, sem talaði við mig og sagðist hafa verið beðinn um að flytja mér bestu þakkir frá yfirherstjóminni, fyrir upplýsingamar um kafbátinn. Þetta nær fullvissaði mig um að kaf- bátnum hafi verið grandað. Þessi skelf- ingarnótt líður mér aldrei úr minni. Orrustuskip laskast af sprengingu á Seyðisfirði Um miðjan október 1940 hélt stórt breskt orrustuskip út Seyðisfjörð. Eg var einsamall staddur fyrir utan íbúðarhúsið heima á Þórarinsstöðum og horfði á þennan mikla vígdreka kljúfa lygnan sjóinn og halda til hafs. Klukkan mun þá hafa verið nálægt 3 e.h. Veðri var þannig farið að bjart var innfjarðar en þokuveggur mikill var utar í firðinum og lá þvert yfir hann, frá býlinu Borgarhóli að norðan til Klausturhafnar að sunnan. Eg horfði á herskipið þangað til að það hvarf út í þokuna. Ekki munu hafa liðið 2Hér mun Sigurður Magnússon eiga við kafbátinn U-435 sem var á sveimi við Austurland í lok janúar 1942. Hann var rúmlega 67 metra langur og 1070 tonn. Skipstjórinn hét Siegfried Strelow og var einn fárra sem sökkti skipum sem til samans voru yfir 50.000 lestir. Kafbáturinn sökkti 13 skipum, samtals 57.023 lestum, og fyrir það fékk Siegfried riddarakross þann 27. október 1942. U 435 var sökkt af breskri Wellingtonflugvél þann 9. júlí 1943 vestur af Figueira í Portúgal. í áhöfn voru 48 og fórust þeir allir (upplýsingar af netinu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.