Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 16
Múlaþing
Jón Matthíasson Long með dóttursyni sínum, Jóni
Matthíasi Guðmundssyni, um 1930. Ljósm. óþekktur.
Sigríður Jóhannsdóttir og Islaug Aðalsteinsdóttir.
Ljósm.: Hjörleifur Guttormsson.
Einar Long var sögumaður með ágæta
frásagnargáfu. Honum lágu viðfangsefni
daglegs lífs á tungu, og hann kunni að
byggja upp spennu um hversdagsleg efni,
kaupstaðarferðir, veður, menn og málleys-
ingja, og um Grýlu gömlu og hennar stóru
fjölskyldu þá börn voru nær. Allt varð hon-
um söguefni, hvergi slitnaði þráður, - ef
einn féll út var óðar spunninn nýr svo að-
eins hinir minnugustu tóku eftir að breytt
væri efni í endursögn. Hann var bókelskur,
og las auk fomsagna skáldverk, ferðasögur
og ljóð og kunni heil ósköp utan að af
vísum og löngum kviðlingum. Páll Olafs-
son og Þorsteinn Erlingsson voru í eftirlæti
hjá honum og Örn Arnarson svo dæmi séu
nefnd. Af ferðabókum lagði hann sig eftir
Vilhjálmi Stefánssyni. Sjálfur var hann
prýðilega hagmæltur, eins og við eigum
eftir að heyra síðar í dag.
Listfengi Einars var þó engan veginn
bundin við orð, því að hann var teiknari
ágætur og skar út af hagleik í tré og bein
eins og sést af gripum sem eftir hann liggja.
Vasahnífur sem hann eignaðist í æsku lék í
hendi hans og hann var líka ágætur skrifari.
Ekki er ljóst hvaðan hann hafði fyrirmyndir,
en víða kemur fram listfengi í Long-ætt.
Mikilvirkastur var hann á efri árum við að
teikna skrautstafi með flúri og litaði þá með
krít. Það voru ekki síst námsmeyjar við
Húsmæðraskólann sem fengu slíka stafi,
jafnvel heilu árgangarnir. Að þessu vann
Einar við fmmstæðar aðstæður í kompu
sinni á Hallormsstað sitjandi á rúmi sínu
með krossviðarfjöl á hnjánum, sömu fjölina
og hann lagði á kapal, oft samtímis því að
hann sagði okkur sögur.
Einar slasaðist rétt eftir 1930 þegar und-
ir honum fældist hestur, kallaður Blesi, lítt
taminn og galdinn. Einar var þá liðlega
sextugur og náði sér ekki að fullu eftir þetta
slys. Eftir það vann hann ekki erfiðisvinnu.
14