Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 55

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 55
Ingimar Sveinsson Um fiskimið, sund og blindsker við Djúpavog Frá fornu fari hafa sjómenn róið til fiskjar frá ströndum íslands. Þeir hafa þekkt viss svæði úti fyrir ströndinni þar sem betur fiskaðist en annarsstaðar. Þessi svæði voru kölluð mið eða fiskimið og var þá miðað við ákveðin kennileiti í landi. Að sögn sjómanna notuðu ekki allir sömu kennileiti til að finna sama fiskimið. Þó voru nokkur alkunn mið almennt notuð af sjómönnum. Hætt er við að sum þessara miða gleymist er fram líða stundir með tii- komu betri og fullkomnari staðsetningar- tækja. Má líta á það sem eðlilega þróun að fullkomnari tæki leysi af hólmi eldri að- ferðir. Þó munu ýmsir segja að eitthvað glatist þegar örnefni og fiskimið heita ekki neitt lengur. „Landslag yrði lítilsvirði/ ef það héti ekki neitt,“ sagði skáldið Tómas Guðmundsson. Frá því ég fyrst man eftir hef ég heyrt í daglegu tali fólks við Berufjörð og Hamarsfjörð nefnd ákveðin fiskimið. Talað Sjókort af Berufirði, Hamarsfirði og nágrenni Papeyjar. var um að róa út á Ey, út á Lat eða Flesjar (Mávaflesjar). Var þá miðað við Hvalnes og að menn væru austan Papeyjar en sunnan Berufjarðarálsins. Ef róið var út á Norður- grunn (út úr Berufirði, norðan álsins) var stundum róið út á Foss (Hvítárfossinn hvarf undir Strandafjöllin), norður á Fles (Streit- isflesina bar í Streitisbæinn), út á Óshjalla (hjallinn utan við Ós í Breiðdal kom framundan). Farið var út fyrir Boða, út í Rif og út í Brún. A meðan róið var út úr Hamarsfirði heyrði ég talað um að róa út í Á1 (Sandeyjarál eða Skorbeinsál sem líka voru nefndir Innri- og Ytri-Áll) og suður á Ámunda. Ámundi er Stapi á sandinunt í Þvottáreyjaklasanum á milli Eskilseyjar og Hóleyjar og vísaði á fiskimið í Hrómundar- bót. Hann var miðaður við ákveðin kennileiti norðan Hamarsfjarðar. Eg hef heyrt vísur um fiskimið. Þessi var um fiskimið í nánd við Papey: Mávafles ber á Melrakkanes, mætir Krosshóll Hnjúki. Flateyjarland á Fagrasand, færi niður strjúki. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.