Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 88
Múlaþing
akvegur var þá aðeins kominn innan frá
kaupstaðnum og út á Eyrar eða um hálfa
leiðina út að Skálanesi. Vegurinn út á Eyrar
var furðu lítið notaður af Bretunum en það
breyttist heldur betur þegar að Ameríku-
menn tóku við af þeim. Enda byggði
Ameríkaninn stóra herstöð í Háahrauninu í
landi Þórarinsstaða.
En nú er að segja frá viðskiptum her-
smiðsins og Gríms. Grímur kunni lítið sem
ekkert í ensku. Þó mun hann hafa skilið
„yes,“ „no“ og „please“. Þar að auki skildi
hann orðið „papa“ en svo nefndu Bretar
Grím. Annars talaði hann við Bretana á
„sínu máli“ eins og hann orðaði það.
Smiðurinn tók nú til verka. Eitthvað líkaði
ekki Grími handbrögðin. Þótti honum
smiðurinn ekki vanda sitt verk og var
honum ljóst að hann ætlaði að kasta til þess
höndunum og vera fljótur að ljúka því.
Reiddist Grímur þessu og skammaði smið-
inn á sínu máli. Þótt smiðurinn skildi ekki
orð af því sem Grímur sagði sá hann þó að
nú var „papa“ reiður. Þegar smiðurinn hafði
hlustað á skammimar um stund ætlaði hann
að halda áfram smíðinni eins og ekkert
hefði í skorist. Greip þá Grímur til sinna
ráða, þreif verkfærin úr höndum smiðsins
og kastaði þeim út um gluggann, sömu-
leiðis áhaldaskjóðu hans. Sá smiðurinn nú
að hér var alvara á ferðum enda var víst
„papa“ ófrýnn ásýndar. Hann fór því á fund
yfirboðara sinna og sagði þeim hvernig
komið var samskiptum sínum og „papa“.
Það var ekki laust við að liðsforinginn
brosti þegar hann heyrði hvemig komið var.
Þeir fóru svo út og tíndu saman verkfærin
og héldu aftur til herbergisins sem við-
gerðin fór fram í og átti nú víst að byrja
smíðina að nýju. Liðsforinginn var í fylgd
með smiðnum og ávarpaði „papa“, hélt víst
yfir honum einhverja dagskipun. En Grímur
skildi ekki orð af því og bara glotti. Þá
86
skipar foringinn smiðnum að taka til starfa.
Þegar Grímur sá að nú átti að taka af honum
ráðin í hans eigin húsi, hljóp hann að
smiðnum, greip annarri hendi undir hnés-
bætumar á honum en hinni undir herðamar
og gerði sig líklegan til að kasta honum út
um gluggann. Þá hljóp liðsforinginn fyrir
gluggann og varnaði því að „papa“ tækist
að losna við smiðinn á þennan hátt. Lét þá
Grímur byrði sína falla á gólfið og gekk út
úr herberginu í þungu skapi. Rétt á eftir
honum komu svo Bretarnir og hafði
smiðurinn með sér smíðatólin í skjóðu
sinni. Hvarf hann svo á braut og sást ekki
meir á Skálanesi.
Nokkrum dögum seinna komu svo tveir
Bretar með smíðatól og hófu viðgerð á
glugganum að nýju. Gekk verkið nú fljótt
og vel. Var Grímur hinn ánægðasti með
smíðina og var nú jafn hýr á svip og hann
hafði verið ófrýnn í fyrra skiptið þegar hann
stöðvaði breska herinn með valdi.
Ekki sagði Grímur að hann hefði orðið
var við nein eftirköst vegna þessa tiltækis
síns að stöðva gluggasmiðinn við klambur
sitt. En þessi herflokkur, sem þá var á
Skálanesi, var búinn að vera þar nokkuð
lengi og voru hermennirnir famir að kynn-
ast „papa“. Hefði þarna verið nýr flokkur er
óvíst hvernig farið hefði.
Vistir voru aðallega lluttar með stórum
vélbátum út að Skálanesi. Þannig fóru
einnig fram varðmannaskipti ef logn var og
ládeyða. Voru þá vistir og menn flutt til
lands með árabáti sem róið var upp að
klöpp nokkurri sem heitir Hlein, oftast
nefnd Skálaneshlein í einu orði.
Það bar til einu sinni að vélbátur var
sendur út að Skálanesi til þess að sækja tvo
Breta. Vélbáturinn hafði með sér árabát eins
og venjulegt var þegar þurfti einhvern
flutning að annast milli skips og lands. I
þetta sinn var brimsúgur nokkur við
i