Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 95

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 95
Nokkrar minningar frá hernámsárunum Varðstöð á Seyðisfirði sumarið 1940. (IWM H-4225). Mynd úr „Fremsta víglína “ eftir Friðþjóf Eydal, birt með leyfi höfundar. Heræfingar Breski herinn hélt uppi stöðugum her- æfingum á Seyðisfirði. Við sem áttum heima úti í hreppnum urðum aðallega varir við stórskotaliðsæfingarnar. Þær voru alltaf auglýstar eða tilkynntar með fyrirvara í útvarpinu. Var þá öll umferð bönnuð um tiltekin svæði. Oftast var það svæðið frá Seyðisfjarðarkaupstað og út með firðinum sunnanverðum sem umferðarbannið tók til, svo og fjörðurinn sjálfur, eða öll umferð um hann á sjó móts við bannsvæðið. Skotið var sprengjukúlum yfir á Fjarðarströndina eða á svæðið frá Grenistanga og út að Melstað, sem er skammt fyrir innan Sörlastaði. Fallbyssumar, sem skotið var úr á þessum æfingum, voru staðsettar á Vestdalseyri eða þar fyrir ofan í hæðunum uppi af henni. Þaðan sást um allan fjörðinn bæði inn í fjarðarbotn og út í hafsauga. Þessar skotæfingar stóðu oftast yfir í tvær klukku- stundir en þó stundum lengur. Það fylgdi þeim óskaplegur hávaði, kindur urðu stundum fyrir kúlnahríðinni eða særðust af hennar völdum, þó mun hafa verið minna um það en við hefði mátt búast, því að talsvert var um kindur á Fjarðarströnd. Reynt var að fylgjast með slíkum fjárskaða og fá hann bættan. Annað tjón veit eg ekki til að orðið hafi. Vissulega tættist jörðin sundur þar sem sprengikúlumar féllu en Fjarðarströnd er mjög grýtt og mikið um ógróna jörð þar, vegna grjóthruns og skriðuhlaupa úr Strandarfjalli. Urðu því ekki teljandi landspjöll af þessum skotæfingum. Allir virtu umferðarbannið sem sett var meðan skotæfingarnar stóðu yfir. Enda mun það hafa verið hverjum manni fyrir bestu. Ein heræfing er mér sérstaklega minnis- stæð. Hún var gerð einn fagran ágústdag sumarið 1941. Við sem heima vorum á Þórarinsstöðum sáum hvar herflokkur mikill nálgaðist bæinn úr vestri, kom að innan eins og það var nefnt þegar haldið var út með firðinum. Við sáum til þessarar fylkingar allt neðan 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.