Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 95
Nokkrar minningar frá hernámsárunum
Varðstöð á Seyðisfirði sumarið 1940. (IWM H-4225).
Mynd úr „Fremsta víglína “ eftir Friðþjóf Eydal, birt með leyfi höfundar.
Heræfingar
Breski herinn hélt uppi stöðugum her-
æfingum á Seyðisfirði. Við sem áttum heima
úti í hreppnum urðum aðallega varir við
stórskotaliðsæfingarnar. Þær voru alltaf
auglýstar eða tilkynntar með fyrirvara í
útvarpinu. Var þá öll umferð bönnuð um
tiltekin svæði. Oftast var það svæðið frá
Seyðisfjarðarkaupstað og út með firðinum
sunnanverðum sem umferðarbannið tók til,
svo og fjörðurinn sjálfur, eða öll umferð um
hann á sjó móts við bannsvæðið. Skotið var
sprengjukúlum yfir á Fjarðarströndina eða á
svæðið frá Grenistanga og út að Melstað,
sem er skammt fyrir innan Sörlastaði.
Fallbyssumar, sem skotið var úr á þessum
æfingum, voru staðsettar á Vestdalseyri eða
þar fyrir ofan í hæðunum uppi af henni.
Þaðan sást um allan fjörðinn bæði inn í
fjarðarbotn og út í hafsauga. Þessar
skotæfingar stóðu oftast yfir í tvær klukku-
stundir en þó stundum lengur. Það fylgdi
þeim óskaplegur hávaði, kindur urðu
stundum fyrir kúlnahríðinni eða særðust af
hennar völdum, þó mun hafa verið minna um
það en við hefði mátt búast, því að talsvert
var um kindur á Fjarðarströnd. Reynt var að
fylgjast með slíkum fjárskaða og fá hann
bættan. Annað tjón veit eg ekki til að orðið
hafi. Vissulega tættist jörðin sundur þar sem
sprengikúlumar féllu en Fjarðarströnd er
mjög grýtt og mikið um ógróna jörð þar,
vegna grjóthruns og skriðuhlaupa úr
Strandarfjalli. Urðu því ekki teljandi
landspjöll af þessum skotæfingum. Allir
virtu umferðarbannið sem sett var meðan
skotæfingarnar stóðu yfir. Enda mun það
hafa verið hverjum manni fyrir bestu.
Ein heræfing er mér sérstaklega minnis-
stæð. Hún var gerð einn fagran ágústdag
sumarið 1941. Við sem heima vorum á
Þórarinsstöðum sáum hvar herflokkur mikill
nálgaðist bæinn úr vestri, kom að innan eins
og það var nefnt þegar haldið var út með
firðinum.
Við sáum til þessarar fylkingar allt neðan
93