Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 24
/ Einar Long og Páll Olafsson Á engu skáldi hafði Einar jafn miklar mætur og Páli Olafssyni og kom þar margt til. Einar kynntist Páli persónulega korn- ungur þegar hann var vinnumaður á Litla- Bakka í Hróarstungu í nokkur ár til 1888 áður en hann fór að Brekku í Fljótsdal. Oft sagði hann okkur börnum sögur af Páli og hafði yfir vísur eftir hann. Inn í fléttuðust frásögur af sendiferðum á Seyðisfjörð eftir brennivínskútum fyrir bóndann á Hallfreð- arstöðum, stundum um hávetur. Áhugamál Einars urðu um margt svipuð og Páls, án þess farið sé hér í samjöfnuð, ekki síst kveðskapur, hestar og hitt kynið. Einar kunni ókjör af vísum og kviðlingum eftir Pál. Einn af miðunum í kofforti Einars hefur að geyma afskrift af löngu ljóðabréfi frá Páli á árinu 1858 til Björns Skúlasonar á Eyjólfsstöðum. Þá eru meðal uppskrifta Sigurðar Blöndals eftir Einari á efri árum vísur sem hann sagði vera eftir Pál Olafs- son og þykir rétt að birta þær hér. I Nú snjóar fé fleygir frá þúfum snjáskúfum. Hjú lýjast, hey snúast hálf nú í smáhrúgum. Snjóskýin fleyg fljúga frá bæ um hádaginn. Þau svía svo gnýjar sjá veginn ná eigi. II Sól gyllir sal fjalla sést Hlíðin mest prýða. Sólstöfuð svöl gnæfir sæ yfir snædrifin. Bláfjölluð blæfalleg bönd skerja lönd herja. Brimgangur heim hingað hljómríkur róm víkur. Þá segir sína sögu að Gunnar Gunnars- son skáld, sem gaf út Ljóðmæli Páls Olafs- sonar árið 1944 (Helgafell) og ritar að þeim langan inngang, vitnar þar tvívegis til Einars sem hér greinir: Aldraður maður, er um skeið átti heima í náhýli við Pál og var honum kunnugur, Einar Long, segir svo frá, að það liafi verið Jón Jónsson yngri frá Bakkagerði (og síðar Sleðhrjót. Jón sleði, sem kall- aður var), er hófst handa og skrifaði upp eftir Páli meginið af vísum hans og kveðl- ingum, þó að margt vœri vitanlega þá þegar gleymt og yrði ekki rifjað upp í skjótu bragði og sumt ekki munað hárrétt, - og verður manni stundum dálítið til efs, hvort orðalagið muni vera hið uppruna- lega. En úr þvífæst nú varla hœtt. (bls. X- XI) ... Sem dœmi um orðheppni Páls og það, hversu vísurnar lágu honum létt í munni, segir Einar Long svo frá, að eitt sinn hafi Páll fylgt gesti til haðstofu. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.