Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 107

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 107
Aðalsteinn Aðalsteinsson Hreindýraveiðar að voru talin hlunnindi bæjanna í Hrafnkelsdalnum að hafa hreindýra- veiði svo nærtæka sem raun var á enda notuð sem kostur var af ábúendum jarðanna í dalnum. Elías Jónsson bjó fyrst á Vaðbrekku en síðar á Aðalbóli í kringum aldamótin síðustu og var hann á þeim tíma talinn mesta hreindýraskytta landsins. Þegar faðir minn hóf búskap á Vað- brekku 1922 og keypti þá jörð var það ekki síst með tilliti til hlunninda af hreindýra- veiðum og eitt fyrsta búsgagn var riffi.ll, en það fór þó svo að í hans búskap var þessi veiði lítið stunduð, enda dýrin oftast friðuð og svo fá að það gat tekið marga daga að finna þau og þá undir hælinn lagt hvernig gengi að ná þeim því vopnin voru léleg. Þó mun hafa veiðst eitt og eitt dýr og þótti alltaf búbót. Arið sem ég fermdist, 14 ára gamall, má segja að ég hafi byrjað að fara með byssu. Það vor í rúningssmalamennsku fann ég greni og var þar í kring ótrúlegur fjöldi lambsræfla. Þar sem grenjaskytta var ekki fáanleg í bili varð það úr að ég fékk lánaðan riffil hjá Páli Gíslasyni á Aðalbóli. Þetta var einskota Winchester riffill, cal. 22. Með Fallinn foringi austan Þrœlaháls. Ljósm.; Jónas Arnason. þetta vopn fór ég á grenið og banaði með því dýrbítnum. Sem verðlaun fyrir vel unnið verk gaf faðir minn mér samskonar riffil í fermingargjöf. Ekki voru sjónaukar á þessum rifflum og engar festingar fyrir þá, aðeins járnsigtin. Ég sá mjög vel og komst því fljótt upp á lag með að nota riffilinn og skaut með honum rjúpur, gæsir, álftir og tófur og urðu tófurnar ótrúlega margar því ég hafði riffilinn alltaf með mér þegar ég var að hugsa um féð. Það er svo veturinn 1947 sem hann er fyrst prófaður á hreindýr, þann vetur komu hreindýr niður í Hrafnkelsdal og héldu sig í Urðarteig sem er undir klettum í austan- verðum dalnum á milli bæjanna. Fórum við Páll á Aðalbóli ásamt fleirum sitt hvoru megin að þeirn og voru skotin þarna nokkur dýr en minnisstæðast er mér þegar ungur tarfur sem hafði særst lítilsháttar, fór upp í einn klettabásinn efst í fjallinu. Ég fór að kletthorninu við básopið og skaut tarfinn þarna. Við skotið stökk boli af stað en valt svo um dauður og endastakkst niður allt fjall. Þetta voru mínar fyrstu hreindýra- veiðar. A næstu árum eru svo stöku sinnum veidd hreindýr, er það helst á vorin eða fyrri part sumars þegar tarfar voru í Vaðbrekku- heiði og jafnvel niðri í dal. Var þá skotinn 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.