Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 138
Múlaþing
Hvers vegna fornleifarannsókn?
Þó nokkuð hefur verið ritað og rætt um
uppbyggingu og gerð klaustra á Islandi í
gegnum tíðina.14 Rannsóknir þessar byggja
að mestu á rituðum heimildum, þ.e. á skráð-
um úttektum og lýsingum á byggingum
klausturstaðanna. Þó hafa rústir Viðeyjar-
klausturs verið rannsakaðar að hluta til með
fomleifagreftri.15 Uppgröfturinn þar mun
án efa skipta miklu sem samanburðarefni
þegar fram í sækir.
Niðurstöður frá þeim rannsóknum sem
þegar hafa verið gerðar á klausturbygging-
um hérlendis hafa þótt sýna að íslensku
miðaldaklaustrin hafi einna helst líkst
gangabæjum stórbænda.16 Þetta verða að
teljast raunhæfar túlkanir í ljósi þess að á
jörðum klaustra sátu venjulega stórbændur
eftir að þau höfðu verið lögð af en ganga-
bæjarstíllinn var einmitt nánast allsráðandi í
byggingarhefð íslendinga á síðmiðöldum.
Athygli vekja einnig nýlegar rannsóknir
á rituðum heimildum sem skráðar voru á
þriðja áratug 16. aldar um Munkaþverár-
klaustur en þær benda til þess að klaustur-
húsin þar hafi verið byggð samkvæmt
alþjóðlegum grunni en með innlendum út-
færslum.17 Rannsóknir af þessu tagi eru
greinilega nauðsynlegar fyrir framgang
áframhaldandi klausturrannsókna hérlendis.
Spumingin er þó að hversu miklu marki
slíkar ritheimildir eru nýtanlegar einar og
sér án hjálpar fornleifafræðinnar.
Flestar þær úttektir og lýsingar sem til
eru varðveittar um byggingar klausturstaða
eru gerðar eftir að klaustrin voru lögð af á
viðkomandi stöðum. Þar er oftast eingöngu
að finna lýsingar á þeim stórbýlum er reist
voru að þeirra tíma byggingarhætti á rústum
klaustranna sjálfra eða í nágrenni þeirra
eftir að þau höfðu verið lögð af. Þetta hafa
fræðimenn bent á.18 Annað vandamál tengt
úttektum og lýsingum, geymdum í rituðu
máli, er það að í þeim kemur sjaldan fram
ytra útlit klaustranna eða afstaða þeirra inn-
byrðis. Úttektirnar lýsa nær eingöngu hverri
byggingareiningu fyrir sig, óháð því hvort
þær stóðu í einni húsaþyrpingu eða ekki.
Þrátt fyrir að gildi ritaðra heimilda sé
mikið er erfitt að gera sér grein fyrir gerð og
útliti bygginga af lýsingum einum saman og
því mikilvægt að fornleifafræðin komi þar
til. Öll íslensku miðaldaklaustrin voru af-
lögð um og fyrir siðaskiptin, sem er talinn
einn mesti umbreytingartími Islandssög-
unnar.19 Ekki má heldur gleyma að siða-
skiptin voru knúin fram með mjög hörðum
og róttækum hætti. Meðal annars var reynt
af fremsta megni að afmá öll ummerki ka-
þólskrar trúar úr þjóðfélaginu. Kaþólskar
byggingar, þ.á m. klaustrin, voru rifnar og
reynt að gera sem minnst úr þeim.20
Það er því spurning hvort klausturbygg-
ingar hafi almennt verið nýttar í óbreyttu
formi sem veraldlegar byggingar eftir siða-
skiptin. Ljóst er að nafngiftir íslenskra
klausturstaða héldust þrátt fyrir breytinga-
rnar en það getur einmitt hafa reynst vill-
14 M.a. Heimir Steinsson 1965; Anna Sigurðardóttir 1988; Hörður Ágústsson 1989; Þórir Stephensen 1992; Margrét Hallgrímsdóttir
1993 og Guðrún Harðardóttir 1995.
^ Margrét Hallgrímsdóttir, 1993.
16 Anna Sigurðardóttir 1988:293; Hörður Ágústsson 1989:293-296, Margrét Hallgrímsdóttir 1993:162.
Guðrún Harðardóttir 1998:34.
1® T.d. Hörður Ágústsson 1989:262, 278-281; Steinunn Kristjánsdóttir 1995:30-33.
l^ Gunnar F. Guðmundsson 2000:330.
Loftur Guttormsson 2000:62, 105, 201.
136