Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 75
Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum
Nokkrar minningar
frá hernámsárunum
á Seyðisfirði
Sumarið 1940 kom breski herinn upp
herstöðvum á Seyðisfirði. Á þessunr
árum, 1940-42, átti eg heima á Þór-
arinsstöðum í Seyðisfirði en flutti þaðan al-
farinn 12. júní 1942. Eg hefi í huga að rifja
upp nokkur atriði frá þessu tímabili, eins og
þau komu mér fyrir sjónir. Ekki veit eg
hvort saga hemámsáranna á Austurlandi
hefur verið skráð nema það sem Hjálmar
Vilhjálmsson, sýslumaður í Norður-Múla-
sýslu og bæjarfógeti Seyðisfjarðarkaup-
staðar, ritaði í tímaritið Gerpi, sem út var
gefið á Seyðisfirði á fyrstu árunum eftir
stríð, og hann nefndi „Seyðfirzkir hernáms-
þættir44.1 Frá þeim árum er þó margs að
minnast.
Dagana fyrir hemám Islands var mikil
spenna í stríðsmálunum. Það var líkast því
að sumir fyndu á sér að eitthvað óvænt væri
í aðsigi, a.m.k. var mér þannig farið.
Börn og breskir hermenn á brúnni yfir Fjarðará í
ágúst 1942 (NARA 111-SC-l50580)'.
Mynd úr „Fremsta víglína" eftir Friðþjóf Eydal,
birt með leyfi höfundar.
Við Seyðfirðingar vorum búnir að verða
varir við flugvélar sem vafalaust hafa verið
frá öðrum hvorum stríðsaðilanum. Frá
Þórarinsstöðum, sem eru nokkurn veginn
miðfjarðar að sunnanverðu, sér út á opið haf
á mjög stóru svæði og einnig inn fjörðinn.
Við sem þar áttum heima sáum því oft til
ferða skipa og flugvéla sem ekki sáust frá
kaupstaðnum nema þá helst frá Vestdalseyri
sem þá var enn í byggð og tilheyrir
Seyðisfjarðarkaupstað. Daginn fyrir
hernám Seyðisfjarðar sá eg, og fleiri á
Þórarinsstöðum, fyrsta stóra skipið koma
inn í fjörðinn. Skip þetta var grátt að lit.
Stærð þess var mikil í okkar augum. Við
giskuðum á 10 þúsund smálestir. Engin
deili kunnum við á skipi þessu, það kom inn
úr Austfjarðaþokunni sem þá lá eins og
veggur um þveran fjörð, frá Ribbu eða
Brimnestanga að norðan og um Bæjarstæði
að sunnan. Innan við þokuvegginn var
glampandi sólskin, blæjalogn og mjög hlýtt
í veðri. Þetta var um nónbil eða kl. 15 eins
og nú er sagt í útvarpi.
Þessir þættir voru síðar gefnir út í samnefndri bók hjá Erni og Örlygi 1977. Síðan þetta var ritað hefur komið út bókin Fremsta
víglína e. Friðþór Eydal. Rvik 1999.
73