Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 99
Vilhjálmur Hjálmarsson
Um íslalög og ofanflóð
Nokkrir minnispunktar hafðir
/
eftir Dómaldi Asmundssyni
Dómald Ásmundsson var fæddur í
Mjóafirði 24. febrúar 1905. Þar ólst
hann upp og dvaldi þar óslitið til
1942. Faðir hans, Ásmundur Þorsteinsson,
var einnig Mjófirðingur, fæddur 8. ágúst
1866. Hann flutti burt með syni sínum
1942. Báðir voru þeir feðgar vel gefnir og
athugulir, Ásmundur hæglátur, eins og hann
átti kyn til, Dómald örari og brá til móður,
skörulegrar drengskaparkonu, skaftfellskrar
ættar.
Um 1975 hef ég skrifað eftir Dómaldi
nokkur atriði sem mér þykir rétt að halda til
haga. Annars vegar um frosthörkurnar
1881, hins vegar sagnir um snjóflóð í
Mjóafirði fyrrum, ótímasettar.
Varðandi hið fyrrnefnda má hafa í huga
að Ásmundur, faðir Dómalds, er á 15. ári
frostaveturinn mikla og á þá heima á Eld-
leysu, gengt Hafnartanga, þ.e. við mynni
Mjóafjarðar. Og að ekki er langt um liðið
þegar ætla má að Dómald hafi farið að veita
athygli frásögnum hinna eldri, t.d. frá þeirn
voðavetri.
Frásögn Dómalds - eins og ég gekk frá
henni á sínum tíma - fer hér á eftir, með
örfáum athugasemdum innan sviga.
Frostaveturinn mikli
Sagt er að 1881 hafi frosthörkurnar
verið svo miklar að manngengur ís hafi náð
út á Digramið (suð- suðaustur frá Dala-
tanga) og þar hafi menn gert gat í ísinn og
dregið fisk á færi. Leiddir voru nautgripir
frá Barðsnesi yfir á Dalatanga. Var þá lagís
á Mjóafirði út að Hafnartanga en samfrosið
hafíshröngl þar fyrir utan.
Um miðan þennan vetur var tekin gröf í
kirkjugarðinum í Firði og er sagt að klaka-
högg hafi verið þrjár álnir í jörðu eða alla
dýpt grafarinnar. Sagt er að frost hafi
haldist í jörðu áratugum saman á nokkrum
stöðum.
Sagnir um snjóflóð
Dómald segir að hlaupið hafi snjóflóð
fram um Fjarðar-Tangann á dögum Her-
manns Jónssonar í Firði (1783 til 1837). Á
það snjóflóð að hafa verið mjög mikið líkt
og það sem kom 1941 og varð mannsbani.
Þá sagði hann mér enn fremur að hann
hefði heyrt getið um snjóflóð á þessum
stöðum (í landi Hesteyrar): I Ofæruskarði
upp úr Innri-Hesteyrardal og úr Miðfellinu,
báðum megin við Mýri. Þá hafði hann
heyrt að hlaupið hefði niður Innra-
97