Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 68
Múlaþing
1937 var gerður út mótorbátur sem fyrr getur.
Þó varð hlé á útgerð gamla Vals stríðsárin
1915-1918, eitthvað stundað á árabátum þau
misseri. En nýi Valur var gerður út óslitið
1923-1937, jafnan róið frá vori til hausts og
einn vetur, á útmánuðum 1936, var róið frá
Homafirði. Veiðarfæri voru allan tímann lína
og handfæri sem gripið var til á vorin, aflinn
nær eingöngu þorskur og lítið eitt af ýsu. Allt
saltað heima og fullverkað til útflutnings,
langmest sólþurrkað á mölinni utan við sjó-
húsin. Stöku sinnum var fiskurinn þó aðeins
þveginn og látinn standa í stöflum nokkra
daga - pressufiskur.
Næstu áratugina eftir að útgerð Valsins
var hætt 1937 var útgerð frá Brekku lítil og
stopul og oft engin nema farið á flot endrum
og eins til að fá í soðið. Þó er þess að geta að
Páll Vilhjálmsson yngri og Þorvarður Vil-
hjálmsson frá Gmnd gerðu út trillu sumarið
1962 og verkuðu aflann heima. Sigfús
Vilhjálmsson hóf aftur samfellda útgerð - þótt
ekki væri umfangsmikil - upp úr 1980 með
þorskveiðum í net innfjarðar að vetrar- og
vorlagi.
Nú eru gerðar út frá Brekku tvær trillur,
Margrét, 4,2 smál. plastbátur, eigendur Páll
og Sigfús Vilhjálmssynir, og As, 2,5 smál.
hraðbátur. Er sú fyrrnefnda á floti frá vori til
hausts og róið með handfæri, hinn um vetur
og vor og veitt í net. Aflinn sem áður fyrst
og fremst þorskur - og verkaður heima. -
Vert er að minna á að hér er einvörðungu
rætt um útgerð frá Brekku-heimilinu.
Allan tímann hafa veiðarfæri og önnur
þing tengd útgerðinni verið höfð í Pakk-
húsinu. Beitan var geymd annars staðar
meðan róið var með línu, kúskelin í striga-
pokum sem sökkt var í sjó og bundnir við
bryggjuna, síldin í gamla frosthúsinu og
stöku sinnum í litlum frystikössum þegar
snjólaust varð í húsinu - snjórinn þá sóttur á
hestum upp í Brekkudal og jafnvel út í
66
Hofsdal. Á mótorbátatímanum var olían
enn flutt til Mjóafjarðar á tunnum, framan
af úr eik. Hún vildi rýrna í þessum umbúð-
um og var því geymd yfir sumarið á tank
sem mun hafa tekið um 20 tunnur og komið
var fyrir bak við Pakkhúsið. Til hagræðis
fyrir mótoristana var olían leidd inn í
Beitingaskúrinn og tekin þar á brúsa. I af-
þiljuðu herbergi yfir Beitingaskúmum, og
áður getur, sváfu sjómenn á sumrin 1910-
1914, en ekki eftir það og ekki var Pakk-
húsið notað til íbúðar í annan tíma. Þetta
„svefnloft“ var nefnd Friðhöfn.
Þótt þorskurinn hafi alla tíð verið uppi-
staðan í fiskveiðum frá Brekku var fleira
borið við. Síld var löngum veidd til beitu
meðan róið var með línu. Stöku sinnum var
einnig saltað í nokkrar tunnur - til sölu. Til
dæmis á „fyrstu“ síldarárunum eftir 1880
og síðast um 1930 - væntanlega oftar þótt
nú sé gleymt.
Grásleppuveiði og söltun hrogna var
reynd nokkur vor fyrir fáum árum. Af því
tilefni var þiljað og lakkað afmarkað pláss í
Pakkhúsinu þar sem áður var kolageymsla.
Ekki hefur orðið framhald á þessum veið-
um. - Þess má geta að auk Brekkumanna
hafa a.m.k. fjórar litlar útgerðir annarra
fengið aðstöðu í Brekkupakkhúsinu, oftast
um skamman tíma.
Hf. Sólbrekka á Mjóafirði rak síldar-
söltun 1965-1968 og hafði bækistöð og
geymslu fyrir tól og tæki í Brekku-
pakkhúsinu. Saltað var á Brekkubryggjunni
sem hafði verið stækkuð og endurbyggð og
að hluta yfirbyggð, tunnulager hið næsta
Pakkhúsinu á þrjá vegu. - Fyrstu tvö árin var
saltað í 6 og 8 þúsund tunnur en síðan minna.
Aðföng og afurðir fóru um bryggjuna úr og í
þau flutningaskip sem þá voru í förum.
Hf Sólbrekka byggði tvö hús á „lóð
Pakkhússins", annað fyrir dísilrafstöð sína
þar sem áður var Grútarhúsið. Þar er nú