Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 68

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 68
Múlaþing 1937 var gerður út mótorbátur sem fyrr getur. Þó varð hlé á útgerð gamla Vals stríðsárin 1915-1918, eitthvað stundað á árabátum þau misseri. En nýi Valur var gerður út óslitið 1923-1937, jafnan róið frá vori til hausts og einn vetur, á útmánuðum 1936, var róið frá Homafirði. Veiðarfæri voru allan tímann lína og handfæri sem gripið var til á vorin, aflinn nær eingöngu þorskur og lítið eitt af ýsu. Allt saltað heima og fullverkað til útflutnings, langmest sólþurrkað á mölinni utan við sjó- húsin. Stöku sinnum var fiskurinn þó aðeins þveginn og látinn standa í stöflum nokkra daga - pressufiskur. Næstu áratugina eftir að útgerð Valsins var hætt 1937 var útgerð frá Brekku lítil og stopul og oft engin nema farið á flot endrum og eins til að fá í soðið. Þó er þess að geta að Páll Vilhjálmsson yngri og Þorvarður Vil- hjálmsson frá Gmnd gerðu út trillu sumarið 1962 og verkuðu aflann heima. Sigfús Vilhjálmsson hóf aftur samfellda útgerð - þótt ekki væri umfangsmikil - upp úr 1980 með þorskveiðum í net innfjarðar að vetrar- og vorlagi. Nú eru gerðar út frá Brekku tvær trillur, Margrét, 4,2 smál. plastbátur, eigendur Páll og Sigfús Vilhjálmssynir, og As, 2,5 smál. hraðbátur. Er sú fyrrnefnda á floti frá vori til hausts og róið með handfæri, hinn um vetur og vor og veitt í net. Aflinn sem áður fyrst og fremst þorskur - og verkaður heima. - Vert er að minna á að hér er einvörðungu rætt um útgerð frá Brekku-heimilinu. Allan tímann hafa veiðarfæri og önnur þing tengd útgerðinni verið höfð í Pakk- húsinu. Beitan var geymd annars staðar meðan róið var með línu, kúskelin í striga- pokum sem sökkt var í sjó og bundnir við bryggjuna, síldin í gamla frosthúsinu og stöku sinnum í litlum frystikössum þegar snjólaust varð í húsinu - snjórinn þá sóttur á hestum upp í Brekkudal og jafnvel út í 66 Hofsdal. Á mótorbátatímanum var olían enn flutt til Mjóafjarðar á tunnum, framan af úr eik. Hún vildi rýrna í þessum umbúð- um og var því geymd yfir sumarið á tank sem mun hafa tekið um 20 tunnur og komið var fyrir bak við Pakkhúsið. Til hagræðis fyrir mótoristana var olían leidd inn í Beitingaskúrinn og tekin þar á brúsa. I af- þiljuðu herbergi yfir Beitingaskúmum, og áður getur, sváfu sjómenn á sumrin 1910- 1914, en ekki eftir það og ekki var Pakk- húsið notað til íbúðar í annan tíma. Þetta „svefnloft“ var nefnd Friðhöfn. Þótt þorskurinn hafi alla tíð verið uppi- staðan í fiskveiðum frá Brekku var fleira borið við. Síld var löngum veidd til beitu meðan róið var með línu. Stöku sinnum var einnig saltað í nokkrar tunnur - til sölu. Til dæmis á „fyrstu“ síldarárunum eftir 1880 og síðast um 1930 - væntanlega oftar þótt nú sé gleymt. Grásleppuveiði og söltun hrogna var reynd nokkur vor fyrir fáum árum. Af því tilefni var þiljað og lakkað afmarkað pláss í Pakkhúsinu þar sem áður var kolageymsla. Ekki hefur orðið framhald á þessum veið- um. - Þess má geta að auk Brekkumanna hafa a.m.k. fjórar litlar útgerðir annarra fengið aðstöðu í Brekkupakkhúsinu, oftast um skamman tíma. Hf. Sólbrekka á Mjóafirði rak síldar- söltun 1965-1968 og hafði bækistöð og geymslu fyrir tól og tæki í Brekku- pakkhúsinu. Saltað var á Brekkubryggjunni sem hafði verið stækkuð og endurbyggð og að hluta yfirbyggð, tunnulager hið næsta Pakkhúsinu á þrjá vegu. - Fyrstu tvö árin var saltað í 6 og 8 þúsund tunnur en síðan minna. Aðföng og afurðir fóru um bryggjuna úr og í þau flutningaskip sem þá voru í förum. Hf Sólbrekka byggði tvö hús á „lóð Pakkhússins", annað fyrir dísilrafstöð sína þar sem áður var Grútarhúsið. Þar er nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.