Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 81
Nokkrar minningar frá hernámsárunum
VIIC kafbátur sömu gerðar og U 435 (mynd aflnternetinu).
fjórum skipum sem öll báru nafnið Kás (I.,
II., III. og IV.). Skip þessi voru af svipaðri
stærð og hvalveiðiskipin okkar, „Hvalirnir“.
Skipafjöldinn á firðinum innan girð-
ingar skipti stundum hundruðum. Þar söfn-
uðust saman skipalestir sem fóru á milli
Múrmansk í Rússlandi og Ameríku. Komu
þær þarna við á báðum leiðum. Fór þá oft
talsverður tími í lagfæringar og svo að bíða
eftir þeim sem fyrir töfum urðu á leiðinni.
Þarna söfnuðust skipin saman, sum mjög
illa útleikin eftir hildarleikinn á hafinu. I
fylgd með þessum skipalestum var fjöldi
tundurspilla, hinir svonefndu varðhundar.
Svo var þarna oft mikill fjöldi herskipa af
ýmsum gerðum: Beitiskip, orrustuskip,
flugvélamóðurskip, með fjölda flugvéla á
dekki, og svo fjöldi tundurspilla, auk ým-
issa annarra skipa sem tilheyrðu hemum,
svo sem olíubirgðaskip, vörubirgðaskip,
herflutningaskip, auk hraðbáta og ýmissa
annarra skipa, t.d. djúpsprenguskipa sem
hér eiga eftir að koma við sögu.
Höfuðstöðvar sjóhersins á Seyðisfirði
munu hafa verið á Vestdalseyrinni. Þaðan
sést vel til hafs og inn í fjarðarbotn. Menn
veittu því athygli að frá Vestdalseyri voru
oft send ljósmerki sem svarað var frá
varðskipinu utan við hliðið. Munu því
varðskipsmenn hafa haft stöðugar gætur á
höfuðstöðvunum á Vestdalseyri sem er
innan til við fjörðinn og þá kannski gætt
síður þess sem utar var í firðinum. Þetta er
nú auðvitað ágiskun.
Vík eg nú aftur að kafbátnum. Þetta
kvöld sem hann var þarna á ferðinni munu
varðskipsmenn ekki hafa haft hugmynd um
hann. Og var hann þó ekki meira en í hálfs
kílómeters fjarlægð frá varðskipinu þegar
hann komst næst því, eftir því sem annar
sjónarvottur sagði frá. í þetta sinn var
varðskipið lítill skoskur togari sem hét
Starella (svo var nafnið a.m.k. borið fram).
Hann var málaður gráskræpóttur eins og
algengt var með lit á skipunum sem
þjónuðu sjóhernum. Þegar eg fyrst sá
kafbátinn var hann á að giska 500 metra
undan Hamarsnefinu og alveg kyrr.
Nokkra menn sá eg á gangi eða hreyfingu á
þilfari bátsins. Þeir virtust vera þama að sjá
sig um. Sennilega hafa þeir unnið að mæl-
79