Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 117

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 117
Hermann Pálsson Lífgjöf við Aðalból Hugleiðingar um Hrafnkels sögu Rétt um þessar mundir er hálf öld liðin síðan Aðalsteinn Jónsson gagnrýndi kenningar Sigurðar Nor- dals um staðfræði og sannfræði Hrafnkels sögu Freysgoða.1 Grein Aðalsteins reynist enn hollur lestur hverjum þeim sem er rækt á hinu forna listaverki. Bóndinn á Vað- brekku bar skarpara skyn á landslag sög- unnar en hinn mæti fræðimaður sem hafði aldrei stigið fæti í Hrafnkelsdal og hlítti frásögnum annarra manna af staðháttum á þeim slóðum. Og sú djarfa kenning Sig- urðar að aðalviðburðir Hrafnkels sögu hafi aldrei gerst gekk í berhögg við þá almennu skoðun ‘að Islendingasögur væru að mestu leyti ofnar utanum sannsögulega atburði,’ svo að orðalagi Aðalsteins sé fylgt.2 Atburðir, hugmyndir og ritsmíði Hér er ekki ætlunin að rekja andmæli hans gegn hugmyndum Sigurðar, en með því að enn gerist tíðrætt um sagnfræði Freyr, goð Hrafnkels.Teikning eftir Jacques Reich úr hókinni Myths ofthe Norsemen. Hrafnkels sögu, hugmyndir og list, þykir mér ástæða til að taka þrætuna upp að nýju. I skömmu máli má segja að afrek sögu- smiðs sé ekki í því fólgið að skapa kynngi magnað verk um eilthvað sem hafði aldrei gerst, heldur öllu fremur að yrkja um raun- verulega fortíð af þvílíkri snilld og hug- kvæmni að frásögn hans varðar hvern mann sem nennir að hugsa rækilega um þann reginvanda að vera til. Nú er mér svipað farið og Aðalsteini heitnum á Vaðbrekku að því leyti að mér þykir ekki ástæða til að draga í efa að Hrafnkell hafi verið hrakinn frá Aðalbóli, skapað sér síðan nýtt mannaforráð austur í Fljótsdal og enn síðar endurheimt goðorð sitt í Hrafnkelsdal. Þessi kjami atburða í Hrafnkels sögu heyrir veruleika til, en á hinn bóginn er ærin nauðsyn að kanna gaumgæfilega meðferð höfundar á þessum atburðum. Það er skálda háttur að yrkja um það sem verið hefur; skapandi ritsmiðir hafa jafnan kjark, glöggskyggni og tækni til að sýna liðna viðburði í nýju ljósi. Eng- inn sem þekkir Njálu og sögu þjóðarinnar á öndverðri elleftu öld mun draga í efa að ' Aðalsteinn Jónsson, bóndi, Vaóbrekku: 'Hrafnkatla hin nýja og SigurSur Nordal prófessor.' Gerpir. MánaBarrit Fjórðungsþings Austfirðinga. V. árg., 6-7. tbl. (júní-júlí 1951), bls. 2-9. Aðalsteinn beindi skeytum sínum að riti Sigurðar Hrafnkatla. íslenzk fræði 7 (Reykjavík 1940). ^Sigurður Nordal rökstyður prýðilega þá kenningu að Þjóstarssynir hafi aldrei verið til en öðru máli gegnir um skoðanir hans á athöfnum Hrafnkels goða. Þótt Þjóstarssynir teljist tilbúningur höfundar, þá er vafasamt að bera brigður á allt það sem Hrafnkatli er eignað í sögu, enda eru nægar heimildir fyrir því að hann hafi verið til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.