Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 104
Múlaþing
Fossgerði á Jökuldal, teikning eftir Vigfús Sigurðsson úr Fljótsdal. Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
svikinn til baka úr ferðinni. Vægt er til orða
tekið að Guðmundur bar Jónasi illa söguna
eftir þessi málalok.
Guðmundur efnaðist á búskaparárum
sínum, að ég ætla á sölu sauða á fæti til
Englands á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar,
auk þess stundaði hann á tímabili nokkum
kaupskap, fór lestaferðir að haustlagi niður
á firði og keypti vaming, aðallega matvæli,
svo sem mjöl, sykur, kaffi og að sögn einnig
brennivín og seldi sveitungum sínum þegar
harðnaði í ári, með nokkrum ágóða. Þessi
viðskipti munu hafa mælst misjafnlega fyrir
og jafnvel aflað honum nokkurra óvinsælda
í héraði.
Guðmundur lærði trésmíði en ekki veit
ég hvort hann stundaði smíðar að ráði. Hins
vegar er ljóst af smíðisgripum hans að
dæma að hann hefur verið prýðilega hagur.
Guðmundur var hreindýraskytta, átti
norskan herriffil, forláta grip, og mun hann
hafa lagt margt dýrið að velli með þessu
vopni. Hann átti það til að segja mér
drengnum veiðisögur, oft nokkuð ýkju-
kenndar, af viðureign sinni við hreindýrin
og dró ekki úr að hann hefði verið afburða-
skytta. Einnig skýrði hann mér frá að hann
hefði verið mjög fótfrár og léttur á fæti. Til
marks urn það kvaðst hann hafa gengið á
Snæfell á skemmri tíma en allir þeir sem á
eftir fóru.
Guðmundur var 79 ára er hann fluttist að
Breiðabólsstað og undirritaður kynntist
honum. Hann var meðalmaður á hæð, hafði
fallegt vaxtarlag og var óvenjufríður eldri
maður, hvítur fyrir hærum, kvikur í hreyf-
ingum. Hann undi illa iðjuleysi og fann sér
ávallt eitthvað til dundurs á heimilinu,
hjálpaði t.d. við að kljúfa og þurrka skán úr
fjárhúsunum, svo að dæmi sé nefnt.
Guðmundur var alvörugefinn maður, en
gat verið ræðinn og opinskár. Sérkennilegt
þótti undirrituðum að hann hafði svo ríka
lífslöngun að hann kvaðst vera tilbúinn að
lifa lífi sínu óbreyttu upp á nýtt.
Þegar litið er yfir lífsferil Guðmundar
102
j