Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 63
Vilhjálmur Hjálmarsson
Saga um sjóhús
Brekkupakkhúsið, bygging
þess og brúkun í 118 ár
að er kunnara en frá þurfi að segja að
hús eiga sínar sögur. Sum hafa
kannski hýst minnisverðar persónur
ellegar marga ættliði, önnur rnikils verða
starfsemi, skóla, sjúkrahús, atvinnurekstur
og þar fram eftir götunum. Enn eru bygg-
ingar sem með réttu mætti kalla fjölnota-
hús. Ég ætla að segja frá einu slíku. Það
stendur á malarkambi út og niður frá býlinu
Brekku í Mjóafirði og þar hefur það staðið
á aðra öld.
Þetta er sem sé ekki íbúðarhúsið, það
stendur dálítið fjær sjónum eins og víðar á
sjávarjörðum á Austfjörðum. Hliðstæð hús
niðri við sjóinn voru ýmist kölluð sjóhús
eða pakkhús, þetta hús mun frá byrjun hafa
kallast Brekkupakkhús nema hvað heimilis-
fólk á Brekku kallar það blátt áfram Pakk-
húsið - með stórum staf.
Nú verður fyrst sagt frá byggingu
hússins og síðan reynt að greina frá nýtingu
þess á ýmsum tímum. Kennir þar margra
grasa og er viðbúið að seint komi öll kurl til
grafar þar að lútandi.
I aðgerðinni, greinarhöfundur með nýslœgðan
steinhít í höndunum, stóran.
Byggingui-sugíui
Vilhjálmur Hjálmarsson, hreppstjóri og
útvegsbóndi á Brekku, lét reisa Pakkhúsið
árið 1883. Arið áður byggði hann íbúðarhús
úr timbri á jörðinni, stækkað það síðan árið
1892 og aftur 1905 og er það enn í fullu
gildi. Benedikt Sveinsson dagbókarritari í
Fjarðarkoti, þá vinnumaður á Brekku,
skrifar 1. júní 1883:
„Þá byrjaði Hansen að hlaða grunninn
undir Pakkhúsið.“
Og 21. júlí sama ár þetta:
„Þá kláruðu Norðmenn að leggja spón-
inn á Pakkhúsið.“
Það fer því ekki á milli mála hvenær
Brekkupakkhúsið var byggt. Og að norskir
menn störfuðu að smíðinni. Þannig var því
einnig háttað með byggingu íbúðarhússins
árið áður. Norskur maður tók að sér að
smíða það fyrir umsamið verð á tilsettum
tíma. Samningur þar að lútandi hefur varð-
veist. Efni í Brekkupakkhúsið var flutt til
landsins með „Galíasnum Kjæk.“ Sést það
á reikningi „Utflutningsfélagsins" til Vil-
hjálms Hjálmarssonar og föður hans,
Hjálmars Hermannssonar. Hvar húsviðirnir
voru keyptir kemur ekki fram á reikningn-
um. Máttarviðir í Pakkhúsinu eru lítt eða
61