Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 70
Múlaþing
fyrir slátrun í Brekkupakkhúsinu um árabil.
Kjötið var klætt í grisjupoka að morgni
næsta dags og flutt til Norðfjarðar með
mótorbáti og fryst þar. Fjárrétt var slegið
upp utan við Salt- (fjár-)húsgaflinn og
þjónaði bæði sem skilarétt og - ásamt
fjárhúsinu - sláturhússrétt. Þess má geta til
gamans að smáviðbót austast í viðbygg-
ingunni sunnan við Pakkhúsið var í fyrstu
heldur óhrjálegur skotklefi við slátrun, en er
nú í endurbættri útgáfu snyrtiherbergi með
steypibaði og öðrum búnaði sem þar til-
heyrir.
Og nefna má að eitt haustið myndaði röð
af síldartunnum einn réttarvegginn. A ljós-
mynd sjást starfsmenn Sólbrekku pækla sfld
á réttarvegg meðan bændur huga að fé sínu
í réttinni. Enn er svo þess að geta að marga
vetur voru kindur reknar að Pakkhúsinu þar
sem slegið hafði verið upp aðhaldi og stórri
skektu stillt upp þannig að hallaði vel til
skutsins. Var fé á Brekku og fleiri bæjum
baðað í skektuskutnum þar til baðþró var
steypt í fjárhúsi á Brekku.
Iðnaður
Engelhart Svendsen, sá mikli meistari á
vélræna sviðinu, mun hafa byrjað véla-
viðgerðir í Beitingaskúrnum á stríðsárunum
fyrri þegar lítið var róið til fiskjar. Brátt var
reist dálítil Smiðja skammt utan við Pakk-
húsið. Þar var allmyndarlegur afl og stór-
eflis físibelgur hátt á gaflvegg, handknúinn
sem og bormaskína sem stóð á gólfi föstum
fótum - með gríðarstóru hjóli - og renni-
bekkur.
Litlu utar en Smiðjan var Grútarhúsið
þar sem lifrin var brædd í stórum, einföld-
um potti, „gufubræðsla“ aðeins undir það
síðasta. Um eða upp úr 1930 var þessum
húsum steypt saman í eina byggingu sem
stóð fram á sjötta áratuginn. Þessi fremur
fábrotna smiðja og frumstæða lifrarbræðsla
68
komu að miklum notum á sinni tíð. Og
heyrðu til Pakkhússins þótt ekki væru
áfastar vegna augljósrar eldhættu.
Næst skal nefna bátasmíði. I ársbyrjun
1923 var hafin - í lengdu og hækkuðu Salt-
húsinu - smíði á rösklega 9 smálesta mótor-
báti og er þess áður getið. Var báturinn
fullbúinn snemma um vorið - með rá og
reiða og 12 hesta Vicmann með margra
hestafla „yfirkrafti“ („Hann var settur á flot,
albúinn að kalla mátti, 17. maí s.á.“ skrifar
Hermann Vilhjálmsson í minnisbók 20.
s.m. - Smíði bátsins, sem þótti fríður far-
kostur, var stór viðburður í fjölskyldunni).
Þess má geta að vegna smíði bátsins var út-
búinn langur gufustokkur, svitakista sögðu
smiðirnir. Þegar beygja þurfti planka í
byrðinginn var þeim stungið inn í sjóðheita
gufuna í svitakistunni og látnir vera þar uns
þeir urðu mjúkir og meðfærilegir. - Seinna
voru a.m.k. tveir opnir vélbátar smíðaðir í
Pakkhúsinu, auk þess sem þrásinnis var gert
að stærri og minni fleytum í og við húsið.
Tímar breytast. Þegar þetta er skráð
hefur í mörg ár verið unnið að bílaviðgerð-
um í Brekkupakkhúsi. Salthúsið sem varð
skipasmíðastöð, aftur salthús og síðan fjár-
hús, er nú bflskúr þar sem dyttað er að
bílum og landbúnaðarvélum Brekkumanna
- og rúmlega það. Fleiri störf sem kenna
mætti til iðnaðar hafa farið fram í Pakk-
húsinu en flest tengd útgerðinni og verða
ekki talin hér sérstaklega.
Verslun
Arið 1920 var stofnuð „Mjóafjarðar-
deild“ í nýstofnuðu „Kaupfélagi Aust-
fjarða“ á Seyðisfirði. Var fljótlega sett upp
útibú á Mjóafirði. Það starfaði við mjög
frumstæða aðstöðu í Brekkupakkhúsinu og
var innréttuð sölubúð í Friðhöfn, loftinu
yfir Beitingaskúmum, með púlti, hillum og
búðarborði, allt upp á ódýrasta máta og
1