Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 38
Múlaþing
Dyrfjöll, Stórurð; Lambamúli, Tindfell og Eiríksdalur. Ljósm.:SGÞ.
Selfljótið liðar sig í mjúkum bogum
milli túna og gróðursælla bakka um 8 km
leið út að Höfðum niður af Bóndastöðum,
þar taka við hin víðlendu bláarlönd með-
fram Selfljótinu sem liðar sig milli lægri
bakka eftir kemur út á láglendið, allt til
sjávar. Víða þar voru úrvals rennislétt hey-
skaparlönd, vaxin mörgum tegundum stara,
þeirra vinsælust gulstör sem nú er því miður
mjög á undanhaldi. Næringu sína sækja
starirnar til leysingarvatnsins á vorin. Þetta
voru stór og góð heyskaparlönd, með þeim
annmarka þó að í mikilli vætutíð gat verið
erfitt að nýta slægjumar. Nokkurs mis-
skilnings gætir um nöfn á þessum bláar-
löndum þar sem einn af kunnustu lista-
mönnum þjóðarinnar skírði eina af mynd-
um sínum, sem hann málaði á þessum
slóðum, Hjaltastaðablána. Líkur benda til
þess að þar með hafi almannarómurinn skírt
allt flatlendið í Út-Hjaltastaðarþinghánni
eftir málverkinu. Sannleikurinn er að blár
þessar bera yfirleitt nöfn jarðanna sem þær
tilheyra; Bóndastaðablá, Hrolllaugsstaðablá
o.s.frv. Undantekning er þó að bláin sem
tilheyrir Hjaltastað heitir Kílatjarnarblá skv.
heimildum móður minnar M. Elísabetar
Sigurðardóttur (1894-1986) sem var vinnu-
kona á Hjaltastað 1912-1914 hjá séra
Vigfúsi Þórðarsyni presti þar 1901-1919.
Þegar komið er út að Höfðanum blasir
Austurfjallgarðurinn við, syðst Botndals-
fjall, síðan talið til norðurs: Beinageit,
Tindfjall, (Grjótfjall og eða Grjótufs) Dyr-
fjöll, Súlur, Geldingafjall, Sönghofsfjall,
Grjótfjall og Kerlingarfjall ásamt Kross-
fjalli norðan Gönguskarðs. Birti hér
skemmtilega og fagra lýsingu á sveitinni í
bundnu máli eftir móðurbróðir minn Geir
Sigurðsson, (1902-1982) sem fæddur var
og uppalinn hér í sveitinni:
36