Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 37
Sigurður Karlsson
Sveitin mín
Nafnið á landsvæðinu sem nú heitir
Hjaltastaðaþinghá mun vera eldra
en sjálfstætt sveitarfélag, allt frá
þeim tíma að þinghárnar voru a.m.k. tvær á
Héraði sem tilheyrðu Vallnahreppi hinum
foma, þingstaðirnir, Hjaltastaður og Eiðar,
sem notaðir hafa verið til að innheimta
skatta og skyldur íbúanna og e.t.v. fleira.
Sagnir eru um annað nafn eldra, Ut-
mannasveit, en nokkuð virðist vera á reiki
um hversu stórt landsvæði það nafn náði
yfir, surnar heimildir herma allt inn undir
Eyvindará og jafnvel ofar og vestar (sbr.
skrif A.H. í Múlaþingi). Til er þó vísa eftir
séra Stefán skáld Olafsson í Vallanesi (1620
- 1688) sem styður kenninguna að nafnið
hafi aðeins tilheyrt Hjaltastaðaþinghánni.
Jökuldals byggðin bleika
byljum stríðum vön Hlíðin,
kringvöfð vötnum Tungan,
veitug Útmannasveitin,
þjóðkunn þingin Eiða,
þröng sund Skriðdals grundar,
Völlur Fljótsdalur, Fellin,
fullt er þar allt af sulti.
Laufás. I fjarska Grjótfell, Beinageit, mynnið á
Hraundalnum og lengst til hœgri Botndalsfjall.
LjósmÞórir Björn Guðmundsson.
Þegar keyrt er út Hérað frá Egilsstöðum
er farinn svokallaður Borgarfjarðarvegur,
sem áður nefndist Úthéraðsvegur, sem mér
finnst réttnefni, þar til kemur að mörkum
Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar, þá ber að
sjálfsögðu að skipta um nafn.
Gegnum Eiðaþinghána út að Græfum
stendur sumarhús og bátaskýli sem var í
eigu Jóhannesar Kjarval listmálara, í
fögrum hvammi við Selfljótið. Þar urðu til
mörg listaverk þegar hann dvaldi í þessum
litla sumarbústað sínum.
Þarna við Græfumar eru landamerki
Hjaltastaða- og Eiðaþingháa. Sveitamörk eru
frá Rauðalækjarósi við Lagarfljót, gegnt
Straumi í Tungu, bugðótt lína í vesturröð
Botnsdalsfjalls. Austurmörk við fjallseggjar
og vatnaskil á fjallgarðinum á milli Loð-
mundarfjarðar syðst og síðan Borgarfjarðar,
allt norður í miðja Gripdeild, yst á Osfjalli.
Að norðan Héraðsflóinn og að vestan skiptir
Lagarfljót löndum við Hróarstungu.
Það er stórt landsvæði sem tilheyrir
sveitinni okkar og mun þetta vera best gróna
sveit Héraðsins, aðeins smá sandflákar inn af
Héraðsflóa, og þó þeir færist eitthvað út af
framburði stórvatnanna hefur þarna stór-
aukist gróður eftir friðun landsins með
girðingu Landgræðslu ríkisins 1971. Unnið
er ötullega að sáningu melgresis á svæðinu.
35