Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 9

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 9
 9 meiri; háreistar hallir hýstu markaðstorg viðskipta og fjármagns. Eyrir ekkjunnar varð agnarsmár á vogarskálum sem mældu arð og umbun. Verðmætin voru um skeið metin á annan hátt en áður. Hraði breytinganna æ ofan í æ notaður til að réttlæta höfnun þess sem fyrrum var talið góður siður, samkennd og sanngirni. Þjóð sem var rótföst í lífsháttum sveitar og sjósóknar gekk hiklaust um gáttir á alþjóðavelli, varð fyrri til en flestar aðrar að tileinka sér tækni sem umbylti samskiptum, hugsun og hegðan. Um þessar mundir spyrja margir: Hvar voru þeir sem áttu að gæta okkar? Af hverju sagði enginn varnarorð? Í þeim efnum geta þeir borið höfuðið hátt sem vöruðu við dansinum kringum gullkálfinn, minntu á verðmætin sem verða ekki keypt með jarðneskum auði, hvöttu til trúmennsku, trygglyndis, samábyrgðar. Við höfum að undanförnu verið rækilega á það minnt að þjóðin lifir ekki á auðæfum einum saman. Hún þarfnast líka trúar og hollustu við hið góða, við boðskapinn sem Kristur færði okkur til eftirbreytni, við lífsgildin sem voru Guðrúnu gömlu leiðarljós þegar hún villtist ung að árum. Í þokunni hét hún á kirkjuna að vísa sér veginn, bar skjólu með brauði, sex punda hleif sem átti að endast í viku nesti og gott betur. Hún var þjökuð og þreytt en þótt hungrið segði til sín snerti hún ekki brauðið. Það var ætlað öðrum. Löngu seinna spurði forvitinn strákur úr sveitinni sem átti eftir að verða mesta skáld Íslands í undrun hvort henni hafi verið sama hvort hún lifði eða dó, bara ef brauðið kæmist á leiðarenda. Þá var svarað af hógværð og lítillæti: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir.“ Lítil frásögn úr Mosfellsdalnum, látlaus og einföld að allri gerð en er samt í hnotskurn leiðarljós um heilindi og trúmennsku, dæmisaga sem birtir kjarnann sem gefið hefur Íslendingum styrk og atorku í andstreymi, á erfiðum tímum viljann til verka, vissuna um hið góða í manninum sjálfum, að við rötum úr villu í ljósið, finnum leið í dimmri þoku, komumst heim með brauðið heilt. Á undanförnum árum höfum við séð árangur sem aldrei fyrr í vísindum og listum, viðskiptum og framleiðslu, lífskjörum og aðbúnaði – en samt er eins og samhugur hafi verið á undanhaldi; umhyggja og trúnaður viku fyrir kappsfullri áherslu á eigin hag. En þjóðin þarfnast líka trúar, hollustu við hið góða, lífsgildin sem voru Guðrúnu gömlu leiðarljós þegar hún fór ung villur vegar á heiðinni fyrir ofan Gljúfrastein. Í vaxandi mæli spyrjum við öll, hvert og eitt, dag frá degi þegar óvissan er meiri en nokkurn gat grunað, þegar ótti og reiði grafa um sig í hjörtum margra: Hvert er förinni heitið? Hvað getum við gert, sérhver einstaklingur og við öll saman? Hvert verður hlutverk kirkjunnar, presta, safnaða, kristinna manna á vegferðinni sem nú er hafin?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.