Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 12

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 12
 12 leyfði mér að fullyrða, að alþingi hefði aldrei brugðist hinum kristna málstað. Það sannaðist enn við afgreiðslu grunnskólalaganna. Það yrði íslensku þjóðinni til varanlegs tjóns, ef hætt yrði að leggja rækt við hinn kristna arf eða drægi úr virðingu fyrir kristni og kirkju. Hinn kristni grunnur er þjóðinni ekki minna virði en sagan og tungan. Þegar minnst er 50 ára afmælis Kirkjuþings, er verðugt að árétta hið sameiginlega verkefni Kirkjuþings og alþingis að standa vörð um hin kristnu gildi. Alþingi stofnaði ekki til Kirkjuþings til að hlaupast undan eigin ábyrgð á varðstöðu um kristni og kirkju. Árið 1903, þegar heimastjórn var í augsýn, vaknaði áhugi innan kirkjunnar á sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu. Þá var samþykkt á prestastefnu, að kirkjan fengi sjálfstæði í sínum eigin málum. Jafnframt voru lögð á ráðin um Kirkjuþing. Rúm hálf öld leið, þar til alþingi samþykkti lög um kirkjuþing. Við þingmeðferðina snemma árs 1957 tóku ekki margir til máls. Helst var deilt um, hvort ríkið ætti að greiða kirkjuþingsmönnum dagpeninga og ferðakostnað. Var jafnvel talið, að það kallaði á sambærilegar greiðslur vegna læknaþings. Á hitt var bent, að Kirkjuþing væri ekki stéttarþing heldur samráðs- og samstarfs- vettvangur lærðra og leikra. Sigurvin Einarsson, framsögumaður málsins í efri deild, sagði að fyrsta skilyrðið til þess, að prestastéttin gæti orðið til góðs í þjóðfélaginu, væri náið samstarf og samræmi milli safnaða og presta. Þetta samstarf er síður en svo í andstöðu við sjálfstæði kirkjunnar í eigin málum. Á undanförnum árum hef ég við upphaf Kirkjuþings fagnað nýjum áföngum á leið kirkjunnar til sjálfstæðis. Í fyrra sagði ég meðal annars: „Tillaga liggur fyrir því Kirkjuþingi, sem nú er að hefjast, um að skipuð verði nefnd til að endurskoða löggjöf um Þjóðkirkjuna. Er talið mikilvægt að leggja mat á reynslu síðustu 10 ára og í ljósi þess að huga að nýjum lagaramma Þjóðkirkjunnar. Ég fagna þessari tillögu og tel til dæmis eðlilegt að hugað verði að því að fella úr gildi lögin frá 1931 um að kirkjumálaráðherra skuli setja gjaldskrá til 10 ára í senn um aukaverk presta. Er eðlilegt, að kirkjan setji sjálf slíka gjaldskrá.“ Eins og við vitum hefur nefndin, sem þarna er boðuð, unnið starf sitt með ágætum og nú liggja fyrir drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga. Þar er meðal annars gert ráð fyrir, að lögin frá 1931 falli úr gildi og þar með síðustu afskipti kirkjumálaráðherrans af kjörum presta. Ég hvet Kirkjuþing til að ræða og samþykkja þetta frumvarp, en ég mun síðan leitast við að vinna því fylgi í ríkisstjórn og á alþingi. Góðir áheyrendur! Íslenska þjóðin lifir nú örlagatíma. Eftir meiri sókn eftir efnislegum gæðum og meiri dýrkun á þeim en nokkru sinni fyrr, reynir þjóðin öll, hve fallvölt þessi gæði eru.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.