Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 14

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 14
 14 Ávarp forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar Forseti Íslands, Biskupinn yfir Íslandi, forsætisráðherra, ráðherra kirkjumála, forseti Kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir. Ég vil byrja á að lýsa sérstakri ánægju með að vera meðal ykkar við upphaf Kirkjuþings og fá að ávarpa þingið. Um langt aldabil hafa verið sterk tengsl milli Alþingis og Þjóðkirkjunnar. Lögleiðing hins kristna siðar fyrir rúmum þúsund árum á Þingvöllum er sá atburður sem hvað merkastur er í sögu okkar. Kristnitakan batt sögu þings og kristni órjúfanlegum böndum. Dæmi um samstarf kirkju og þings eru lög um samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar frá 1982. Tilgangur samstarfsnefndarinnar var eins og segir í fyrstu grein laganna að „vinna að auknum skilningi í löggjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar“. Nefndin starfaði um árabil, en aukið sjálfstæði kirkjunnar í kjölfar nýrra laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar, breyttu forsendum þessa samstarfsvettvangs. Auknu sjálfstæði Þjóðkirkjunnar ber vissulega að fagna og það hefur tvímælalaust styrkt stöðu hennar. Ég tel að ekkert megi raska þessu sjálfstæði. Engu að síður er rík ástæða til þess að gott samband sé jafnan milli Þjóðkirkjunnar og Alþingis eins og ég hef undirstrikað í ræðum í þinginu. Í dag eru aðrir tímar en áður var og margir „siðir“ í landi voru. Langflestir tilheyra þó hinni íslensku Þjóðkirkju. Alþingi og hin lútersk-evangelíska Þjóðkirkja hafa átt langt og gott samstarf. Biskupar og prestar hennar hafa þjónað við hátíðlega athöfn við upphaf þings hvert haust. Ótalmargt í kenningum kristninnar hefur markað djúp og heilladrjúg spor við að rækta siðferðisvitund þjóðarinnar. Þjóðkirkjan og Alþingi eru meðal mikilvægustu stofnana íslensks samfélags. Þær eru við fyrstu sýn býsna ólíkar; Þjóðkirkjan hefur það markmið að vera þjóðinni hið andlega bjarg sem veitir okkur skjól og styrk í meðbyr en ekki síður mótbyr þar sem hin kristnu siðferðisgildi eru í hávegum höfð. Alþingi er þjóðinni hið veraldlega bjarg. Með lögum frá Alþingi er samfélagið grundvallað. Kirkjuþing og Alþingi eiga það sameiginlegt að vera vettvangur reglusetningar og umræðu. Þjóðkirkjulögin frá 1997 veittu Kirkjuþingi heimild til að skipa með starfsreglum flestum þeim málefnum, sem áður var gert með lögum frá Alþingi eða reglugerðum frá kirkjumálaráðuneytinu. Auknum völdum fylgir auðvitað aukin ábyrgð, og ég treysti því að farsælast sé að kirkjan leysi sjálf úr sínum innri málum. Það er stundum sagt að lýðræðið sé tímafrekt í hinni hraðfleygu veröld okkar. Hvað sem því líður, þá eru skoðanaskipti og gagnrýnin umræða mikilvæg, ekki síst á þeim vettvangi þar sem stefnumótun og flókin reglusetning fer fram. Þar þurfa sem flest sjónarmið að heyrast. Með samræðu greiðum við úr flóknum viðfangsefnum. Við megum ekki veigra okkur við því að laða fram mismunandi skoðanir á brennandi málum. Til þess er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.