Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 18

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 18
 18 forystuafl í kirkjustjórninni. Þessum vanda fylgdi aukin ábyrgð, sem Kirkjuþing og Þjóðkirkjan hafa risið undir. Þess vegna hefur að frumkvæði Kirkjuþings verið gengið til þess verks að endurskoða nú enn frekar löggjöf um Þjóðkirkjuna í ljósi þessarar reynslu og vegna breyttra aðstæðna og leita leiða til að einfalda almenna löggjöf frá Alþingi um málefni Þjóðkirkjunnar og færa ábyrgð og ákvarðanatöku í þeim efnum í enn ríkara mæli til Kirkjuþings. Þetta er gert í góðri samvinnu við kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason, sem hefur bæði í orðræðu og embættisverkum sýnt Þjóðkirkjunni velvild og stuðning. Þjóðkirkjan hefur einnig notið skilnings á Alþingi og á þar marga hauka í horni. Í aðdraganda og undirbúningsvinnu löggjafar um Þjóðkirkjuna 1997 var skýrlega haft að leiðarljósi að ekki væri stefnt að aðskilnaði ríkis og kirkju. Svo er heldur ekki við þessa endurskoðun kirkjulaga enda leggur Þjóðkirkjan á það ríka áherslu að hún vill vera þjóðkirkja í tengslum við ríkisvaldið án þess að vera ríkiskirkja. Það merkir fyrst og fremst að kirkjan er sjálfstæður réttaraðili með ríkar skyldur gagnvart íslensku þjóðinni og ríkisvaldinu, sem ber að styðja kirkjuna og vernda samkvæmt 134 ára gömlu stjórnar- skrárákvæði. Það merkir jafnframt að þjóð og kirkja séu nátengd og eigi samstöðu um trúarskilning og trúartraust. Í því felst virðing fyrir manngildi ofar öðrum gildum. Þegar presturinn á Mosfelli var „í sænginni – sætur“ er biskupinn bar óvænt að garði urðu miklar sviptingar í hugarfylgsnum klerksins, eins og Einar Benediktsson lýsir svo vel, og hann flutti víndrukkinn magnaða ræðu. Þar kallast hann á við valdið, sem hann laut fyrir í lægra haldi, og segir að lokum: „Embættið þitt geta allir séð, en ert þú, sem ber það – maður?“ Þetta er spurningin, sem við verðum öll að glíma við í lífi og starfi hvernig sem stöðu okkar er háttað: „Embættið þitt geta allir séð, en ert þú, sem ber það – maður?“ Til næsta fundar á Kirkjuþingi er boðað kl. 14:00 með dagskrá, sem liggur á borðum kirkjuþingsmanna. Fundinum er slitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.