Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 21

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 21
 21 1. mál - Skýrsla Kirkjuráðs Flutt af Kirkjuráði Frsm. Karl Sigurbjörnsson I. Inngangur Núverandi Kirkjuráð var kjörið á Kirkjuþingi 2006, en kosið var til Kirkjuþings á fyrri hluta árs 2006. Forseti Kirkjuþings var kjörinn Pétur Kr. Hafstein, fyrrv. hæstaréttar- dómari. Forseti Kirkjuráðs er lögum samkvæmt biskup Íslands, Karl Sigurbjörnssson. Kjörnir ráðsmenn eru sr. Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, Rangárvalla- prófastsdæmi; Jóhann E. Björnsson, fyrrv. forstjóri, Reykjavík; sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi; og Sigríður M. Jóhannsdóttir, hverfisstjóri heimaþjónustu Akureyrarbæjar, Akureyri. Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs er Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur. II. Störf Kirkjuráðs Kirkjuráðsfundir Kirkjuráð hefur haldið tíu fundi eftir Kirkjuþing 2007. Fundirnir voru yfirleitt haldnir á Biskupsstofu en einn kirkjuráðsfundur var í Grensáskirkju. Auk kirkjuráðsmanna og framkvæmdastjóra sitja fundi ráðsins Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu; Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Biskupsstofu; og Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari, sem ritar fundargerðir. Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hefur setið fundi Kirkjuráðs er fjallað er um Kirkjuþing, framkvæmd samþykkta síðasta þings og undirbúning næsta þings. Forsætis- nefnd Kirkjuþings, sem er skipuð forseta auk varaforseta þingsins, þeim Margréti Björnsdóttur og Ásbirni Jónssyni, kom á fund Kirkjuráðs í nóvembermánuði 2007 þegar farið var yfir samþykktir Kirkjuþings 2007. Til þess fundar voru einnig boðaðir formenn fastanefnda Kirkjuþings en einungis formaður fjárhagsnefndar, Einar Karl Haraldsson, gat setið fundinn. Árbók kirkjunnar Skýrslur kirkjulegra stofnana og nefnda birtast í Árbók kirkjunnar sem nær yfir tímabilið frá 1. júní 2007 til 31. maí 2008. Árbókin var send þingfulltrúum eftir að hún kom út. Starfshópar Kirkjuráðs Eftir Kirkjuþing 2006 voru starfshópar Kirkjuráðs, sem veita ráðinu ráðgjöf og leið- beiningar við úrlausnir mála, skipaðir. Í hverjum hópi er einn kirkjuráðsmaður, formaður samsvarandi þingnefndar Kirkjuþings og einn tilnefndur af biskupi Íslands.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.