Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 22

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 22
 22 Fjármálahópur Kirkjuráðs, sem tengist fjárhagsnefnd Kirkjuþings, er skipaður kirkju- ráðsmanninum Jóhanni E. Björnssyni, formanni fjárhagsnefndar Kirkjuþings; Einari Karli Haraldssyni, og fulltrúi biskups Íslands er fjármálastjóri Biskupsstofu, Sigríður Dögg Geirsdóttir. Fjármálahópurinn hefur að venju fjallað um fjármál kirkjunnar, einstakra sókna og kirkjulegra stofnana. Hópurinn hefur lagt fram tillögur til Kirkjuráðs um úrlausnir mála og unnið að málum samkvæmt samþykktum Kirkjuráðs. Fjármálahópurinn hefur einnig farið yfir ársreikninga ársins 2007 fyrir Jöfnunarsjóð sókna, Kirkjumálasjóð, Kristnisjóð, Kynningar-, útgáfu- og fræðslusjóð og Biskupsstofu. Enn fremur hefur hópurinn farið yfir fjárhagsáætlanir sömu aðila og skilað Kirkjuráði áliti sínu. Fjármálahópurinn fór austur á Hérað til viðræðna við fulltrúa úr stjórn Kirkjumiðstöðvar Austurlands í maí- mánuði 2008, svo og prófast og fulltrúa Egilsstaðasóknar vegna hugmynda um við- byggingu við Egilsstaðakirkju. Vísað er til kafla skýrslu þessarar um fjármál. Kirkjustarfshópur Kirkjuráðs sem tengist allsherjarnefnd Kirkjuþings, er skipaður kirkjuráðsmanninum Sigríði M. Jóhannsdóttur, formanni allsherjarnefndar Kirkjuþings; sr. Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur; og fulltrúi biskups Íslands er biskupsritari, sr. Þor- valdur Karl Helgason. Sr. Guðlaug Helga er í námsleyfi. Kirkjustarfshópurinn hefur bent Kirkjuráði á að æskilegt sé að endurskoða vímu- efnavarnastefnu Þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á Kirkjuþingi 1998. Þá fjallaði hópurinn um þá könnun sem nefnd um árangursmat lét vinna um nokkur atriði varðandi hið almenna kirkjustarf, einkum um fermingarstörf, sjá umfjöllun síðar í skýrslunni. Lagahópur Kirkjuráðs, sem tengist löggjafarnefnd Kirkjuþings, er skipaður kirkjuráðs- manninum sr. Kristjáni Björnssyni; formanni löggjafarnefndar Kirkjuþings, sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni, og fulltrúi biskups Íslands er framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Guðmundur Þór Guðmundsson. Lagahópurinn fjallaði um þinglýsingar kirkna og eignarrétt þeirra, sjá umfjöllun síðar í skýrslu þessari og fylgiskjal b með henni. Þá fjallaði hópurinn um tillögu að stofnskrá fyrir Rannsóknarsetur í trúarbragðafræðum og guðfræði og gekk frá endanlegri tillögu, sbr. 14. mál Kirkjuþings 2008. Lagahópur fjallaði um starfsreglur um presta og vann að tillögum til breytinga, sbr. 13. mál Kirkjuþings 2008. Einnig fjallaði hópurinn um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi við kynningu þingmála í héraði, sbr. umfjöllun síðar í skýrslu þessari. Vísað skal til þess kafla skýrslu þessarar þar sem fjallað er um lög og reglur að öðru leyti. Ráðgjafarhópur um fasteignir, sem tengist fjárhagsnefnd Kirkjuþings, er skipaður kirkjuráðsmanninum sr. Halldóri Gunnarssyni, kirkjuþingsmanninum Bjarna Kr. Grímssyni, og fulltrúi biskups er Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskups- stofu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögfræðingur á fasteignasviði, situr fundi hópsins og ritar fundargerðir. Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, sem veitir jafnframt fasteignasviðinu forstöðu, hefur setið fundi ráðgjafarhópsins. Ráðgjafarhópurinn hefur fjallað um ýmis mál er varða fasteignir Þjóðkirkjunnar og Kirkjumálasjóð. Má þar nefna leigusamninga um aflögð prestssetur, þinglýsingar fast- eigna Þjóðkirkjunnar, annarra en kirkna og safnaðarheimila, á Kirkjumálasjóð, þing-

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.