Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 27

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 27
 27 Kirkjuráð samþykkti 1,5 m. kr. til verkefna, sem biskupsritari skyldi ráðstafa með áherslu á samstarf starfsársins. b) Kirkjuþing ályktar að móta þurfi stefnu um möguleika á fjölgun presta og djákna til að unnt sé að vinna að frekari uppbyggingu þjónustu kirkjunnar. Samþykkt var að óska tillagna fjármálahóps um ályktunina er var rædd við síðari umræðu um fjárhagsáætlanir 2008. Fjármálahópurinn fjallaði í framhaldi af því um ályktunina og lagði til úrlausn sem Kirkjuráð samþykkti og fram kemur í tillögu að fjárfestingarstefnu Þjóðkirkjunnar í 9. máli Kirkjuþings 2008. c) Kirkjuþing ályktar að hvetja Kirkjuráð til að styðja fjárhagslega við bakið á ÆSKÞ í uppbyggingu starfs meðal fólks á aldrinum 16-25 ára. Samþykkt var að óska tillagna fjármálahóps um ályktunina er yrði rædd við síðari umræðu um fjárhagsáætlanir 2008. Kirkjuráð hefur veitt ÆSKÞ góðan fjárstuðning á árinu með framlögum til húsnæðis- og rekstrarkostnaðar í Kirkjubæ á Akureyri þar sem aðalskrifstofa ÆSKÞ er. Þá voru framlög Kirkjumálasjóðs hækkuð á árinu frá því sem var í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2008. Var það m.a. gert til að standa straum af kostnaði við landsmót æskulýðsfélaga. Minnt er einnig á Kirkjuþing unga fólksins, sem haldið verður daginn fyrir Kirkjuþing, 24. október 2008. d) Kirkjuþing ályktar að lýsa andstöðu við framkomið frumvarp á Alþingi sem auðveldar aðgengi fólks að áfengi, enda gengur frumvarpið þvert á stefnu kirkjunnar í vímu- varnarmálum. Ályktun Kirkjuþings var komið á framfæri við Alþingi. e) Kirkjuþing ályktar að beina því til kærleiksþjónustu kirkjunnar að skoða hvernig kirkjan geti komið með öflugri hætti að forvörnum og þjónustu við fórnarlömb vímuefna. Samþykkt var að vísa málinu til kirkjustarfshóps sem skyldi hafa samráð við verkefnisstjóra kærleiksþjónustu á Biskupsstofu o.fl. Vísað er til umfjöllunar fyrr í skýrslunni um störf kirkjustarfshópsins. f) Kirkjuþing ályktar að tryggja þurfi meira fé til að halda utan um og efla fræðslumál og lífsleikni Þjóðkirkjunnar. Samþykkt var tillaga fræðslusviðs um starfsmann í hálfu starfi til lífsleikni í framhaldsskólum. g) Kirkjuþing ályktar að styðja áform Kirkjuráðs um uppbyggingu bókhlöðu, móttöku- og sýningarhúss í Skálholti sem og hugmyndir að frístundabyggð en gæta verður þess að fjármögnun til uppbyggingar og rekstrar sé tryggð. Kirkjuráð hefur unnið að undirbúningi framangreindra uppbyggingaráforma og hefur stjórn Skálholts stýrt hönnunarferlinu með verkfræðingum og arkitektum. Hönnun og byggingarteikningum er lokið og er verkið tilbúið til útboðs. Ríkið skuldbatt sig árið 2006 til að leggja samtals 48 millj. kr. til verkefnisins á næstu átta árum. Kirkjuráð ákvað að leggja fram sömu fjárhæð á móti, einnig á átta árum. Fjármögnun viðbyggingar hefur ekki verið tryggð að öllu leyti en vonast hafði verið eftir þátttöku fleiri aðila í verkefninu en kirkju og ríkis. Vegna lækkandi gengis krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, verðbólgu, aukins fjármagnskostnaðar og þeirra almennu verðhækkana sem orðið hafa á

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.