Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 29

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 29
 29 2. Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að aflað verði gagna um reynslu nágrannakirkna af því að fylgja mótaðri fjárfestingarstefnu. Fjármálahópi Kirkjuráðs verði falið að hafa umsjón með verkefninu og undirbúa drög að fjárfestingarstefnu sem Kirkjuráð leggi fyrir Kirkjuþing 2008. Kirkjuráð fól fjármálahópnum að semja drög að fjárfestingarstefnu. Tillaga til þings- ályktunar um fjárfestingarstefnu Þjóðkirkjunnar er lögð fram í 9. máli og vísast til þess. Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fjármálastjóri Biskupsstofu og Jóhann E. Björnsson kirkjuráðsmaður sóttu ráðstefnu í Brussel í maímánuði 2008 um siðferðilega ábyrgar fjárfestingar en ráðstefnan var m.a. haldin að tilhlutan CEC – Conference on European Churches. Skýrsla um ráðstefnuna fylgir 9. máli. 3. Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að í ársreikningi Kirkjumálasjóðs komi fram hversu miklum fjármunum er varið til barna- og unglingastarfs. Lagt verður fram fylgiskjal með 2. máli Kirkjuþings 2008 með yfirliti um kostnað vegna barna- og unglingastarfs, sem fjármálastjóri byggir á upplýsingum úr ársreikningum Kirkjumálasjóðs og Biskupsstofu 2008. 4. Fjárhagsnefnd leggur áherslu á að unnið verði áfram að rafrænum skilum á ársreikningum ásamt ársskýrslum sókna. Nefndin ítrekar ábendingar um að fámennum sóknum verði veitt aðstoð við að koma reikningsskilum í viðunandi horf. Nefndin gerir tillögu til Kirkjuráðs um að þess verði farið á leit við biskupafund að hann hlutist til um að sóknir geti sameinast um starf, rekstur og reikningshald. Hvað varðar fyrri lið samþykktarinnar er vísað til umfjöllunar um upplýsingatæknimál í skýrslu þessari. Þá telur Kirkjuráð rétt að haft verði í huga við endurskoðun þjóðkirkjulaga að í lögunum verði kveðið ítarlegar á um samstarf sókna á þeim grundvelli sem í ályktuninni greinir. Er því ekki lögð fram tillaga að starfsreglum um þessi efni nú. Biskupafundur hefur rætt þetta mál einnig. Fyrirhugað er að endurskoða formið á samræmdum ársreikningi sem tekinn var í notkun fyrir nokkrum árum. 3. mál. Starfsreglur um skipulag kirkjunnar í héraði Starfsreglur þessar voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda og gefnar út á vef kirkjunnar. Um var að ræða endurútgáfu á starfsreglubálki sem áður hét Starfsreglur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma nr.731/1998. Mælifells- og Miklabæjarprestaköll, Skagafjarðarprófastsdæmi voru sameinuð í eitt prestakall, svo og fjórar sóknir Möðruvallaprestakalls, Eyjafjarðarprófastsdæmi í eina sókn. 4. mál. Breytingar á starfsreglum um presta nr. 735/1998 Samkvæmt breytingunni urðu valnefndir tíu manna og vígslubiskupar eru ekki lengur í nefndinni. Starfsreglur þessar voru birtar í B-deild stjórnartíðinda og gefnar út á vef kirkjunnar. Þessar breytingar voru kynntar öllum sem að þessum málum koma og framkvæmdastjóri og biskup fóru yfir og endurskoðuðu leiðbeinandi reglur biskups sem honum ber að láta valnefndum í té samkvæmt starfsreglunum.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.